Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Side 125

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Side 125
GRÁR LEIKUR berjunum. Berin voru stór, gljásvört og feit, þau bráðnuðu á tungunni, en herptu kokið saman. Maður fann, hvernig kokið varð þrengra og þrengra góða stund, og tungan varð þurr og fyrirferðarmikil í munnin- um — en héldi maður bara áfram og æti og æti og léti ekki undan, þá varð það að vísu verra og verra um stund, en svo hætti það að versna. Á eftir var maður svo samanherptur í hálsinum, að maður gat varla dregið andann. • • Þeir söfnuðust saman inni við stofninn, inni í miðju tré. Komu þang- að einn og einn, með nokkru millibili. Nú gátu þeir ekki komið meiru niður. Gunnar kom síðastur. Hann hafði klifrað meira en etið, þess vegna hélt hann lengst út. Þeir höfðu haft veður af honum. Hann hélt sig hæst uppi og hætti sér lengra út en hinir, grannar greinar svignuðu undir honum, hann vatt sér af einni grein á aðra, líkt og íkorni, hann spyrndi fæti í vinkilinn, þar sem tvær greinar mættust, greip um þá efri og teygði sig í láréttri stell- ingu til þess að ná í gljásvartan berja- klasa, sem hékk og dinglaði langt úti, svimhátt frá jörðu. Hann náði ekki til hans, en tók nú að sveifla sér fram og aftur, einu sinni — og greinin sveifl- aðist til baka, en ekki alveg nógu langt, einu sinni til og af meira krafti — nú náði hann til klasans, en um leið brast uggvænlega í greininni, sem hann stóð á. Þeir supu hveljur allir saman. Svo kom hann niður til þeirra, léttur og grannur, dálítið heitur til augnanna eftir þetta glæfralega klif- ur. Staðurinn, þar sem þeir söfnuðust saman, var eins og risavaxið hreiður, eins konar hellir inni í trjákrónunni miðri, samkomusalur frá náttúrunnar hendi. Þarna mættust fjöldi greina, er vaxið höfðu hver í sína átt, en allar fléttuðust þær saman á ný áður en þær greindust lengra út, þarna hafði myndazt eins og dálítið hús hátt yfir jörðu — hús með grænu, vatnsheldu laufþaki og grænum veggjum og fjölda svartra kvista til að sitja á. Þar höfðu margir setið. Sjálfir höfðu þeir verið þarna oft og mörgum sinnum, nokkur ár í röð undanfarið, tvö þrjú ár í minnsta lagi — og margir höfðu verið þar á undan þeim. í skoru milli tveggja kvista hafði verið skilin eftir tóbakspípa, hún hafði legið þar líka í fyrra. Hver skyldi nú hafa klifrað hingað upp til þess að reykja? En ef manni yrði nú óglatt og maður sleppti sér og hrapaði niður? Enginn þeirra hafði nokkru sinni borið við að reykja. Þarna sátu þeir, huldir greinum og laufi, þeir gátu ekki séð himininn yfir sér, ekki jörðina undir sér, ekki land- ið umhverfis til neinnar áttar. Svona hafði Robinson setið — eða hvað, sat Robinson ekki svona? Þeir létu hugann reika til fjarlægra 219
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.