Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Side 133

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Side 133
GRÁR LEIKUR Og hvað sem öðru leið — það var sjálfur Albert, sem ... og Albert fann áreiðanlega ekki upp á neinu, sem ... og vissulega yrði líka gaman að sjá ... hvernig kiðlingnum yrði við . .. Þetta var undarlega kitlandi. Hjart- að barðist í brjóstinu. Einhver annar- legur sætukeimur í munninum. Þeir komust fram í bátinn án þess að gera kiðlinginn allt of hræddan. Hann gerði sig líklegan til að stökkva upp á land, en þeir vörnuðu því. Hann teygði álkuna út yfir borðstokkinn, en hörfaði skjótlega frá — vatn, ekk- ert annað en vatn! Strákarnir hneggj- uðu í ofvæni. Annars reyndist þetta miklu auðveldara en þeir höfðu búizt við. Hann hélt víst að þetta væri leik- ur. Þegar þeir ýttu bátnum fram, rambaði hann á þóftunni og var nærri rokinn um koll — það var spaugilegt að sjá, hvernig hann óg salt með alla fætur saman. En hann náði brátt jafn- væginu á ný, kinkaði kolli og kumr- aði glaðlega. Albert mælti, spaklátur og mildur í máli: — Jú, við skulum kenna þér að kumra, vertu viss! Þarna var nokkuð aðgrunnt. Þeir hömluðu bátnum út nokkur áratog, og enn myndi þó ekki fljóta yfir hann. Kiðlingurinn var orðinn órólegur, hann stökk alveg fram í stafn á bátn- um. Þar tók hann sér stöðu, með fram- fæturna hér um bil uppi á borðstokkn- um, og starði. En að stökkva fyrir borð þorði hann ekki. Gunnar tók hann í fang sér og lét hann utanborðs. Til þess að vera viss sleppti hann honum þannig, að haus- inn vissi frá landi. En viti menn — hann sneri við um leið og hann kom í vatnið og óð í botni í áttina til lands. Vatnið flaut yfir hann aftanverðan, og hökuskeggið var í kafi. Þegar hann var kominn svo langt, að hausinn all- ur var yfir vatnsskorpunni, tinaði hann við hvert skref, tinaði og tinaði eins og gömul, hvíthærð kerling. Það var ódæma spaugilegt á að horfa, þeir hlógu allir saman, öskruðu af hlátri, þangað til Albert hastaði á þá. Honum var ekki grunlaust um, að óhljóðin kynnu að heyrast í land. Þeir bjuggust við, að nú væri þessu lokið. Þeir Andrés og Pétur höfðu tekið nokkur áratog, bara til þess að fylgjast með kiðlingnum í land. Bát- urinn tók niðri í sömu svifum og kiðl- ingurinn trítlaði upp á þurrt og tók að hrista sig. Hann hristi sig svo hraustlega, að vatnshríðin stóð af honum, og þeir Albert og Eiríkur urðu að hörfa undan. Kumra gerði hann ekki framar. Hann ætlaði lengra upp á hólmann til hinna geitanna. En þar var Albert fyrir. Hann tók hann þegar í fangið og vippaði honum aftur fram í bátinn. — Þið verðið að róa lengra út, svo að fljóti almennilega yfir hann, vesalinginn, sagði Albert. 227
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.