Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Side 133
GRÁR LEIKUR
Og hvað sem öðru leið — það var
sjálfur Albert, sem ... og Albert fann
áreiðanlega ekki upp á neinu, sem
... og vissulega yrði líka gaman að
sjá ... hvernig kiðlingnum yrði
við . ..
Þetta var undarlega kitlandi. Hjart-
að barðist í brjóstinu. Einhver annar-
legur sætukeimur í munninum.
Þeir komust fram í bátinn án þess
að gera kiðlinginn allt of hræddan.
Hann gerði sig líklegan til að stökkva
upp á land, en þeir vörnuðu því. Hann
teygði álkuna út yfir borðstokkinn,
en hörfaði skjótlega frá — vatn, ekk-
ert annað en vatn! Strákarnir hneggj-
uðu í ofvæni. Annars reyndist þetta
miklu auðveldara en þeir höfðu búizt
við. Hann hélt víst að þetta væri leik-
ur. Þegar þeir ýttu bátnum fram,
rambaði hann á þóftunni og var nærri
rokinn um koll — það var spaugilegt
að sjá, hvernig hann óg salt með alla
fætur saman. En hann náði brátt jafn-
væginu á ný, kinkaði kolli og kumr-
aði glaðlega.
Albert mælti, spaklátur og mildur
í máli:
— Jú, við skulum kenna þér að
kumra, vertu viss!
Þarna var nokkuð aðgrunnt. Þeir
hömluðu bátnum út nokkur áratog, og
enn myndi þó ekki fljóta yfir hann.
Kiðlingurinn var orðinn órólegur,
hann stökk alveg fram í stafn á bátn-
um. Þar tók hann sér stöðu, með fram-
fæturna hér um bil uppi á borðstokkn-
um, og starði. En að stökkva fyrir
borð þorði hann ekki.
Gunnar tók hann í fang sér og lét
hann utanborðs. Til þess að vera viss
sleppti hann honum þannig, að haus-
inn vissi frá landi. En viti menn —
hann sneri við um leið og hann kom
í vatnið og óð í botni í áttina til lands.
Vatnið flaut yfir hann aftanverðan,
og hökuskeggið var í kafi. Þegar hann
var kominn svo langt, að hausinn all-
ur var yfir vatnsskorpunni, tinaði
hann við hvert skref, tinaði og tinaði
eins og gömul, hvíthærð kerling. Það
var ódæma spaugilegt á að horfa, þeir
hlógu allir saman, öskruðu af hlátri,
þangað til Albert hastaði á þá. Honum
var ekki grunlaust um, að óhljóðin
kynnu að heyrast í land.
Þeir bjuggust við, að nú væri þessu
lokið. Þeir Andrés og Pétur höfðu
tekið nokkur áratog, bara til þess að
fylgjast með kiðlingnum í land. Bát-
urinn tók niðri í sömu svifum og kiðl-
ingurinn trítlaði upp á þurrt og tók
að hrista sig. Hann hristi sig svo
hraustlega, að vatnshríðin stóð af
honum, og þeir Albert og Eiríkur
urðu að hörfa undan. Kumra gerði
hann ekki framar.
Hann ætlaði lengra upp á hólmann
til hinna geitanna. En þar var Albert
fyrir. Hann tók hann þegar í fangið og
vippaði honum aftur fram í bátinn.
— Þið verðið að róa lengra út,
svo að fljóti almennilega yfir hann,
vesalinginn, sagði Albert.
227