Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Side 135
GRÁR LEIKUR
til þess skapaður að bleyta sig úr
hófi fram.
Albert stóð í fjörunni og beið
hans. Hann beygði sig niður og lokk-
aði blíðum rómi:
— Svona, kiða, kiða, komdu nú
vesalingur! — Svona nú, kiða, kiða.
Kiðlingurinn hefði kannski getað
komizt undan, ef hann hefði haft vit
á því. Jú, það hefði hann vafalaust,
alveg vafalaust — ef hann hefði bara
hoppað til hliðar og svo tekið undir
sig stökk — en þarna fór hann beint
upp í fangið á Albert. Hann sá víst
hvorki né skildi nokkurn hlut fram-
ar.
— Væn kiða, kiða! sagði Albert
og klappaði kiðlingnum.
Hann bar hann út í bátinn. Kiðl-
ingurinn streittist ekki á móti.
-—1 Nei — nei — nei!
Það var Óli, sem æpti. Óli var allt
í einu orðinn viti sínu fjær, hann
orgaði eins og brjálæðingur: — Nei
— nei — nei! Hann var hvítur sem
snjór í framan, milli freknanna, hann
réðst á Albert og ætlaði að hrifsa
kiðlinginn af honum. Hann var óður.
hann lamdi um sig með krepptum
hnefum án þess að vita hvar höggin
lentu, tárin hrukku eins og högl af
augum hans. Nei, nei, nei, grenjaði
hann, eins og önnur orð væru ekki til
í þessari veröld. Hann greiddi Albert
hvert kjaftshöggið á fætur öðru.
Hann sló og sparkaði og barðist um.
Albert varð forviða fyrst í stað,
hann var nærri búinn að missa fót-
anna, eitt höggið lenti á nefinu á
honum, og honum tóku að blæða
nasir. Innan stundar hafði hann þó
áttað sig og var jafn-rólegur og áður.
Af fullri gát rétti hann Óla svo vel
úti látið spark, að hann kútveltist í
fjörunni. Svo gerði hann á sig dá-
litla sveiflu og slengdi kiðlingnum
fram í bátinn.
— Róið út! sagði hann, án þess
að brýna röddina. Síðan sneri hann
sér að Óla, sem var að skríða á fæt-
ur.
— Það varst einmitt þú, sem
fannst upp á því! Það varst þú, sem
sagðir að þær væðu í kafi! Það varst
þú og enginn annar!
— Nei, nei, nei! Óli háöskraði,
tárin hrundu niður kinnar hans.
Hann sá ekki Albert þessa stundina,
aðeins bátinn og kiðlinginn í bátn-
um, hann tók á rás, hann óð út í
vatnið.
Albert hljóp á eftir, þreif í öxlina
á Óla og dró hann upp á þurrt.
— Asninn þinn! Það varst þú,
sem fannst upp á þessu, heyrirðu
það? Hann sagði þetta af fullkom-
inni stillingu, í vingjarnlegum tón,
dálítið vorkunnlátum.
Óli svaraði engu. Hann engdist
saman í kút, þar sem hann stóð, tók
báðum höndum um magann á sér.
Hann seldi upp. Hann dróst nokkur
skref upp fjöruna og seldi upp á nýj-
an leik.
229