Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Side 138

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Side 138
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR —• ÞaS er enginn bátur á leiðinni. Við róum í land á stundinni. Hann kallaði upp í fjöruna: — Komdu nú, Óli, við erum að fara. Óli reis á fætur. Gat varla staðið á löppunum, þrútinn og krímóttur í framan. Augun næstum því sokkin. Hann vafraði út í bátinn, rétt fram hjá Andrési, og settist aftur í skut. Gunnar varð að taka við annarri ár- inni. — Setjið mig í land við hegginn! skipaði Albert. Hann var setztur við hliðina á Óla. Þeir settust allir. Geitumar stóðu uppi á ströndinni, í þéttri fylkingu. Þær hreyfðu sig ekki. Þær fylgdu ekki bátnum eftir strandlengis. Þær bræktu ekki. Vatnið lá kyrrt og spegilslétt. Himinninn var heiður. Kjalrákirnar slógu sér út eins og fjölrifjaður blæ- vængur, skínandi og lýtalaust lista- verk að baki þeim. Þegar báturinn tók niðri við nöf- ina undir stóra heggnum, reis Albert á fætur án þess að mæla orð og steig í land. En í skugganum af trénu sneri hann sér að þeim: — Það er víst ekki vert að þið hafið orð á þessu við neinn. Ykkur langar sennilega ekki til þess að verða send- ir í betrunarskóla? Hann brosti. Það skein í hvítar tennur hans í dökku andlitinu inni í skugganum. Hann stóð þarna stundarkorn og einblíndi á þá. Þeir sátu steinþegj- andi í bátnum allir fimm. Það var eins og hann væri að bíða eftir ein- hverju. Svo sló hann því frá sér, hvað það nú kunni að vera. Hann hvarf inn í skugga hins mikla trés. Þeir sátu kyrrir og biðu, þar til hann var kominn í hvarf. Enginn mælti orð. Öll veröldin var dauða- hljóð. í vesturátt var loftið logarautt, eins og af feiknlegum eldsvoða. Þeir Gunnar og Andrés hömluðu bátnum frá landi. Svo sneru þeir honum og hófu róður. Gunnar varð að stanza viS og við, það var eins og Andrés réði ekki fyllilega viS árina sína. Þeir náðu nesinu. Gunnar lagði inn árina. Þeir Gunnar, Eiríkur og Pétur bröltu í land. Þeir ýttu frá. Óli, sem hafði setið aftur í skut, kom fram á, reikull í spori, settist á þóftuna við hlið And- rési og lagði út. Nú voru ekki nema nokkur áratog eftir. Kannski ekki nema tuttugu — eða tuttugu og fimm. — Hann fór aS telja. Nú var það einu færra, nú tveimur, nú þremur. ÞaS urðu níutíu og fimm áratog. Hann hafði sig í land. Honum fannst hann hafa setið í þessum báti eins lengi og hann mundi til sín. Hann rétti úr sér, leit niður á hendur sér, leit á Óla, en hvarflaði augunum strax í aðra átt. 232
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.