Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Blaðsíða 144

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Blaðsíða 144
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Leið mín er betur fallin til að frelsa menn frá illu en yðar. Vel mætti hugsa sér þorra lítt menntaðra eða ómenntaðra manna hverfa til sannrar trúar og breyta eftir henni. Til þess að skapa ofurmenni úr þeim mönnum, sem nú lifa, þyrfti aftur á móti einstæðar aðstæður, sem ekki væru síður fjarstæðar en þær, sem þarf til að leiða mannkynið til betri vegar fyrir atbeina framfara og siðmenningar. Kæri Shaw, mannsævin er ábyrgðarhluti. Allir verðum við á því skamma æviskeiði, sem fellur okkur í skaut, að reyna að finna ætlunarverk okkar og rækja það eins vel og við megum. Þetta á við um alla, en engan fremur en yður með yðar ágætu gáfur til að hugsa sjálfstætt og brjóta hvert mál til mergjar. Og þess vegna ætla ég að segja yð- ur, hverjir mér finnast vera helztu ágallar bókar yðar, í trausti þess, að yður sárni það ekki. Fyrri ádrepan er sú, að þér eruð ekki nægilega alvörugefinn. Það er ekki rétt að hafa í flimtingum önnur eins mál og tilgang mannlífsins, orsakir spillingar þess og hins illa, sem heltekur nú líferni mannkynsins. Mér félli líka betur, að ræður Don Juans væru ekki ræður í draumsýn, heldur ræður Shaws, og ennfremur, að Handbók byltinga- manns væri ekki eignuð Tanner nokkrum, sem einungis er hugarsmíð, heldur Bemard þeim Shaw, sem er í fullu fjöri og ábyrgur orða sinna. Síðari ásökunin er sú, að efnið er þér takið til meðferðar, varði svo miklu, að það kann fremur að standa lausn þess fyrir þrifum en verða til framdráttar, að menn, er hefur verið gefinn eins djúpskyggn skilningur á því illa í lífi okkar og eins glæsileg framsetningargáfa og yður, skop- ist að þeim í heimsádeilu. í bók yðar tek ég eftir, að þér hafið gam- an af að vekja undrun lesendanna á þekk- ingu yðar, gáfum og hugkvæmni. Engu að sfður er allt þetta ekki aðeins ónauðsynlegt til að leysa þau vandamál, sem þér fjallið um, heldur dregur það athygli lesandans frá kjarna málsins með því að beina henni að glæsibrag framsetningarinnar. En hvað sem því líður, lít ég þannig á, að í þessari bók yðar birtist aðeins frumdrögin að lífs- skoðun yðar, en ekki hún sjálf fullvaxta og fullþroska. Mér segir svo hugur, að sjónar- mið yðar eigi eftir að þróast og ná fram til þess eina sannleika, sem við emm allir að leita að og emm smám saman að þokast í átt til. Ég vona, að þér fyrirgefið mér, ef yður hefur fallið þungt eitthvað af því, er ég hef sagt. Ég hef hagað orðum mínum á þessa lund einungis vegna þess, að ég veit, að þér eruð miklum gáfum gæddur, og til yðar ber ég hlýjan vinarhug. Leó Tolstoj. Skömmu eftir heimkomu sína til Bret- lands frá Rússlandi sagði Maude Shaw frá viðræðum sínum við Tolstoj. Shaw sendi Tolstoj þá Blancho Posnet með bréfi, þar sem hann komst svo að orði: Kæri Tolstoj greifi, Ég sendi yður með vini okkar Aylmer Maude leikritið Afhjúpun Blancho Posnet ... Að byggingu er það ótínt melódrama, boðlegt í námabúðum þeirra, sem sízt eru vandfýsnir. Leikrit þetta er, ef ég mætti svo að orði kveða, af því tagi, sem þér semjið einstak- lega vel. Ég minnist einskis í leikbókmennt- unum, sem heillað hefur mig eins og gamli hermaðurinn í leikriti yðar Máttarvöldum myrkranna. Og mér er það hvað minnistæð- ast úr leikritinu, að siðaprédikanir gamla mannsins fengu engu áorkað, þótt hann hefði án efa á réttu að standa, þar eð þær reittu aðeins son hans til reiði og upprættu síðustu leifar sjálfsvirðingar hans. En það, sem góðum og guðræknum föðurnum reynd- ist um megn, tókst þeim gamla þorpara, her- 238
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.