Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Side 172

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Side 172
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR byrðar, velji sér hlutverk, sem þeim eru samboðin. Islenzkir sjómenn eiga einna drýgstan þátt í því, að þjóðinni hefur fleygt svo vel fram á efnalegum sviðum. En hlutur þeirra gleymist stundum. Það er því vel fall- ið, að Jónas Árnason hefur ritað þátt „um þá lítt þekktu menn, sem stóðu á þiljum þessara skipa og lögðu fram líkamsorku sína til að ná þessum verðmætum upp úr djúpum hafsins og koma þeim í land, — og guldu margir hverjir velmegun þjóðarinnar með heilsu sinni“. Hermann Pálsson. Geir Krístjánsson: Stofnunin Heimskringla. Reykjavík 1956. Af smásögum Geirs Kristjánssonar verð- ur Ijóst að íslenzkum bókmenntum hefur bætzt nýr höfundur sem ástæða er til að fagna. Þessar ellefu sögur hafa allar þann sjaldgæfa kost að vera prýðilega rit- aðar og byggðar af vandvirkni. Höfundur- inn er myndvís og hnitar setningamar þannig að sjaldan verður orði ofaukið. Þó ergir það lesandann dálítið, hvað sögumar eru einhæfar að efni og stíllinn oft kald- lyndur og ástríðulaus. Höfundurinn lætur helzt ekki bera á meiri skaphita en rúmast innan þeirrar dapurlegu tómleikakenndar sem virðist gæta æ meir í verkum ungra höfunda hér vestan tjalds — hver sem ástæðan kann að vera. Þær manngerðir, sem hann velur sér öðmm fremur að sögu- efnum, eru munaðarleysingjar í tilverunni, menn úr tengslum við umhverfi sitt og ná- granna, glópar á jörðinni. Þær geta verið sundurleitar að ákveðnu marki, en um þær allar er dreginn vítahringur einmanakennd- ar og umkomuleysis. Gamli maðurinn í Bjargbát nr. 1 er á leið suður með strandferðaskipi, en hefur gleymt erindi sínu og hefur það eitt til halds að lesa „skilríkið á veggnum í klef- anum ... „og setti á sig merkið sem eim- pípan átti að gefa, þegar menn yrðu kall- aðir í bátana og setti á sig í hvaða bjarg- bát hann ætti að fara. Það var bjargbátur nr. l.“ ... þegar jómfrúin kallar á hann í matinn þorir hann ekki inn í mannmargan, gljáfægðan matsalinn, en álpast út á báta- þilfarið þar sem hann leitar uppi bjargbát- inn sinn; vindurinn grípur fyrir vit hans og kæfir hróp hans. Honum ... „hugkvæmist ekkert nema halda sér ... Ur dyrunum lagði mjóa ljósbraut næstum því þangað sem hann sat, unz einhver lokaði hurðinni með háum skelli.“ I sögunni Stríðið við mannkynið leiðir einangrun söguhetjunnar til ofsóknarbrjál- æðis og loks algerrar vitfirringar: sögu- persónan drepur gamlan mann af því hún telur sér trú um að hann sé njósnari ímyndaðra samsærismanna sem sitji um líf hennar. Þá kemur ný hlið svipaðrar manngerðar í sögunni Frá þeim sem ekki hafa mun tekið verða: Miðaldra skrifstofumaður, einrænn og hjárænulegur, aðhlægi vinnu- félaga sinna — á biðilsbuxum. Smáborg- aralegir dagdraumar hans verða að sjálf- sögðu einnig að athlægi stúlkunnar sem hann elskar — og vítahringur umkomuleys- isins lokast um hann á nýjan leik. Á grasinu er saga um annan umkomu- leysingja, að þessu sinni „róna“ og kokkál sem hefur vesöldina að söluvöru — örstutt saga skrifuð í hugrunustíl Joyce. I sögunni Hótelgestir koma fram tveir nýir fulltrúar tómlátrar einmanakenndar, nú yfirstéttarfólk sem horfir á fulltrúa um- komuleysisins brenna: „guð, hvað hann var einn með eldinn eins og rauðgult óargadýr á bakinu, og allt þetta fólk í kring!“ 266
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.