Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Page 177

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Page 177
UMSAGNIR UM BÆKUR ekki unnt að bæta í hinni ljósprentuðu út- gáfu. Hún varff ástfólgin lestrarbók handa landslýðnum, en vísindalega útgáfu þjóð- sagnanna vantaði enn sem fyrr. Fyrir nokkrum árum var ljósprentun Sögufélagsins einnig uppseld, og tókust þá einhverjir ókunnir menn á hendur að ráða bót á því og kosta nýja útgáfu. Tveir ungir fræðimenn voru fengnir til að búa sögum- ar til prentunar: Bjami Vilhjálmsson og Ami Böðvarsson. Fyrstu tvö bindin komu út fyrir jólin 1954, og voru þar í sömu sög- ur sem í fyrstu útgáfu. En eins og fyrr segir var það safn einungis hluti af því sem Jón Amason átti í fómm sínum. Yms- ir útgefendur þjóffsagna höfðu síðar hent nokkuff úr óprentuðum handritum Jóns, en meginið lá enn óhreyft í Landsbókasafni. Ætlunin er að birta smám saman allt það sem nokkur fengur þykir í. Er þegar kom- ið eitt bindi til viðbótar hinu upphaflega safni og von á tveimur til. Verður þá safn- ið allt á fjórða þúsund blaðsíður í mjög stóru broti. Jón Amason reyndi að sjálf- sögffu að velja allar hinar beztu sögur í frumútgáfuna, en þó koma nú í viðbótar- bindunum margar ágætar sögur, sem mikil prýði er að. í þessari útgáfu er gersamlega ort upp á nýjan stofn. Jón Ámason fékk meginið af sögum sínum ritað úr ýmsum áttum. En hann hafði ákveðnar hugmyndir um það, hvernig segja skyldi þjóðsögur, og þegar hann bjó sögurnar til prentunar breytti hann ýmsu eftir því sem honum þótti bezt hæfa. Þannig heflaði hann af ýmsa agnúa og skóp safni sínu samfelldari svip. Flest- ar breytingar hans eru til bóta frá sjónar- miði listarinnar, en forgörffum fór nokkuð af fjölbreytileik sagnanna og ferskum safa. En í nýju útgáfunni er prentað eftir fmm- handritum sagnanna, ef þau eru enn til og fært þykir að fylgja þeim. Sjálfur ritaði Jón margar sögur beint eftir munnlegri frásögn, og sumum sögum sem honum bár- ust ritaðar breytti hann lítt eða ekki, svo sem sögum séra Skúla Gíslasonar á Breiða- bólsstað. Þetta kemur nú að sjálfsögðu óbreytt fram að öðru leyti en því að reynt er að lagfæra villur fyrri útgáfu. En aðrar sögur hafa tekið miklum stakkaskiptum við það að horfið er til fmmgerðar. Ein- hverjum kann að þykja hastarlegt að bylta svo um verki Jóns Ámasonar og þeim bún- ingi sem sögumar hafa borið í nálega heila öld, en þó hygg ég að flestir telji út- gefendur hafa brugðið á viturlegt ráð. Nú er safnið enn sannari og merkari heimild um menningu, þjóðtrú og lífsháttu feðra okkar á 19. öld, og þótt sumar sögumar séu nú lakar sagðar, þá bætir fjölbreytnin þaff upp. Helzti galli þessarar nýju útgáfu þykir mér vera sá að hún sé ekki nógu fræðileg. Þjóðsögur Jóns Ámasonar munu reynast langlífasta bókmenntaverk íslendinga frá síðari öldum, og því er skylt að leggja við þær mikla rækt. Þær hefði átt að gefa út einu sinni í nákvæmri, vísindalegri útgáfu, sem veitti fullnægjandi vitneskju um öll handrit og texta þeirra. Á slíkri útgáfu gætu fræðimenn reist allar rannsóknir um langan aldur, og eftir henni mætti síðan prenta lestrarbækur handa alþýðu manna, sem helzt ættu að vera myndskreyttar. Venjulegir lesendur hafa ekkert að gera með safnið allt, þeir villast í þessum mikla skógi, þykja sögumar á köflum hver ann- arri líkar og finna máske aldrei beztu sög- urnar. Skýringar þær sem fylgja nýju út- gáfunni era að vísu góðra gjalda verðar, en þær eru fræðimönnum ófullnægjandi. Utgeföndum hefur tekizt að koma furðu miklu efni að í hinum stuttu skýringum, en þeir sem vilja vita allan sannleika um mismunandi gerðir sagnanna, verða eftir sem áður að leita í sjálf handritin. Um þetta er ekki hægt að saka aðstandendur 271
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.