Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Side 7

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Side 7
hann hefur skilið efni kvæðisins svo sem verða má, tileinkað sér myndir þess, líkingar og vísanir, leggur hann sig fram um að vega og meta sjálft formið, átta sig á tjáningargildi þess og listbrögðum, og leitar síðan uppi sitt eigið rétta hóf alls þessa í flutningi sínum. Hyggjum því lítið eitt að ljóðforminu. Það sem umfram allt einkennir ljóðform er hrynjandin, en hún markast af misþungum áherzlum. Gerum ráð fyrir aðeins tvennum áherzlu-þunga, og segjum léttari atkvæðin hafa þungann einn (1) og þau þyngri þungann tvo (2). Þung atkvæði skipta ljóðlínu í bragliði; en þeir eru einkum tvíliðirnir tróki (2-1) og jambi (1-2), og þríliðirnir daktíli (2-1-1) og anapesti (1-1-2); en auk þeirra koma fyrir amfíbrakki (1-2-1), spondi (2-2) og einliðurinn stúfur (2). Tróki og daktíli byrja á þungu atkvæði og kallast réttir bragliðir, en jambi og anapesti öfugir. Nokkur blæmunur er á réttum og öfugum bragliðum. Ljóðlína sem hrynur á trókum þykir að öðru jöfnu þungbúnari og kaldari en jamba-lína, en getur verið hátíðleg og virðuleg: Tíber sígur seint og hægt í Ægi, seint og þungt, með tímans göngulagi. Hins vegar er jambinn einatt léttari, bjartari, glaðari: Við hliðið mitt ég heimanbúinn stend, á himni ljómar dagsins gullna rönd; Svipaður blæmunur er að öðru jöfnu á daktíla-ljóðlínum eins og Skall yfir eldhafið ólgandi logandi, eldvargar runnu fram hvæsandi, sogandi. og hins vegar línum sem hrynja á anapestum: Sjá, hin ungborna tíð vekur storma og stríð, leggur stórhuga dóminn á feðranna verk, Á íslandi og víðar hefur sá bragur löngum þótt hvað beztur, að bragliðir séu sem gleggstir og hrynjandi sem jöfnust. Víst er um það, a ð fimm-jamba- línan, eins og „Við hliðið mitt ég heimanbúinn stend,“ hefur öldum saman og fram á þennan dag verið vinsælust ljóðlína með vestrænum þjóðum. Þó hefur einatt þótt vel á því fara að „hvíla brageyrað“ á langdreginni reglufestu með hóflegum frávikum; til dæmis með því að raða saman ólíkum braglið- um eins og TMM 1995:4 5
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.