Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Qupperneq 7
hann hefur skilið efni kvæðisins svo sem verða má, tileinkað sér myndir þess,
líkingar og vísanir, leggur hann sig fram um að vega og meta sjálft formið,
átta sig á tjáningargildi þess og listbrögðum, og leitar síðan uppi sitt eigið
rétta hóf alls þessa í flutningi sínum. Hyggjum því lítið eitt að ljóðforminu.
Það sem umfram allt einkennir ljóðform er hrynjandin, en hún markast
af misþungum áherzlum. Gerum ráð fyrir aðeins tvennum áherzlu-þunga,
og segjum léttari atkvæðin hafa þungann einn (1) og þau þyngri þungann
tvo (2). Þung atkvæði skipta ljóðlínu í bragliði; en þeir eru einkum tvíliðirnir
tróki (2-1) og jambi (1-2), og þríliðirnir daktíli (2-1-1) og anapesti (1-1-2);
en auk þeirra koma fyrir amfíbrakki (1-2-1), spondi (2-2) og einliðurinn
stúfur (2). Tróki og daktíli byrja á þungu atkvæði og kallast réttir bragliðir,
en jambi og anapesti öfugir.
Nokkur blæmunur er á réttum og öfugum bragliðum. Ljóðlína sem
hrynur á trókum þykir að öðru jöfnu þungbúnari og kaldari en jamba-lína,
en getur verið hátíðleg og virðuleg:
Tíber sígur seint og hægt í Ægi,
seint og þungt, með tímans göngulagi.
Hins vegar er jambinn einatt léttari, bjartari, glaðari:
Við hliðið mitt ég heimanbúinn stend,
á himni ljómar dagsins gullna rönd;
Svipaður blæmunur er að öðru jöfnu á daktíla-ljóðlínum eins og
Skall yfir eldhafið ólgandi logandi,
eldvargar runnu fram hvæsandi, sogandi.
og hins vegar línum sem hrynja á anapestum:
Sjá, hin ungborna tíð vekur storma og stríð,
leggur stórhuga dóminn á feðranna verk,
Á íslandi og víðar hefur sá bragur löngum þótt hvað beztur, að bragliðir
séu sem gleggstir og hrynjandi sem jöfnust. Víst er um það, a ð fimm-jamba-
línan, eins og „Við hliðið mitt ég heimanbúinn stend,“ hefur öldum saman
og fram á þennan dag verið vinsælust ljóðlína með vestrænum þjóðum. Þó
hefur einatt þótt vel á því fara að „hvíla brageyrað“ á langdreginni reglufestu
með hóflegum frávikum; til dæmis með því að raða saman ólíkum braglið-
um eins og
TMM 1995:4
5