Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 11

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 11
hlýtur að rofna, hvenær sem bragliða-talan í línu er stök, og e.t.v. á það einhvern þátt í vinsældum fimm-jamba-línunnar. Öllu þessu, og hverju því sem áhrif hefur á hrynjandi og bragskraut, þarf kvæða-lesarinn að gefa náinn gaum. En ætti hann þá að leitast við að halda sem mest fram öllu því skrauti sem hann finnur í kvæði? Fjarri fer því. Hann á ekki að trana því fram, heldur leita hins rétta hófs, sem gerir „skrautið“ að fegurðar-auka, en forðar því frá að verða að glysi. Skammt er öfganna á milli, og fátt er hvimleiðara í brag en ofskraut. Lesarinn þarf jafnvel að gera ýmist að benda á skrautið og breiða yfir það að nokkru, og þar verður smekkur hans sjálfs að skera úr. Það er svo um flest skraut, að það er því aðeins til prýði, að hóf sé á. Nú eru til bragarhættir, einkum á íslenzku, þar sem skrautinu er blátt áfram dillað. Að þessu leyti er t.d. hringhendan vandflutt. Hún er ósjaldan ort með þeim hnykk á miðrímið sem ekki verður um flúinn, eins og hin mergjaða vísa Bjarts í Sumarhúsum: Fyrr skal kýrin falla dauð, fargað dýrum hrúti, o.s.frv. Ekki er slíkri vísu neinn greiði gerður með rausnarlegri áherzlu á miðrímið. Það hefur sín áhrif samt. Sjáum hins vegar þessa dáindis-vísu Káins: Merkin ber til grafar glögg greyið séra Jóhann. Það hefur verið þrælslegt högg þegar merin sló hann! Þetta er hringhenda! En sjáum hvað miðrímið lætur lítið yfir sér. Og þá er vandi að láta það njóta sín í réttu hófi. Og lítum nú aftur til Jónasar. I línunni Nú andar suðrið sæla vindum þýðum, fundum við bragskraut í sérhverjum braglið. En þó er því svo hógværlega fyrir komið, að ég efast um að við tækjum strax eftir því öllu, ef við heyrðum þessa vísu nú í fyrsta sinn. En við fyndum að hún er fögur. Raunar væri ekki fjarri sanni, að Jónas beinlínis feli allt skrautið í þessu dýrlega ljóði. Jafnvel endarímið felur hann að nokkru. Lítum á sexhenduna: Vorboðinn ljúfi! fuglinn trúr sem fer með fjaðrabliki TMM 1995:4 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.