Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 15

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 15
f)aðra-“, og undirbýr það auk þess með hendingu: trúr-fer. Úr þessu er orðinu ber í 4. línu óhætt sem síðara rímorði, og óþarfi að efla bragstyrk þess meir en á þann hátt er orðið, enda þótt styrkur þess í setningunni sé ekki heldur ýkja mikill. Þegar þetta ljóð er lesið líkt því sem það er sungið, vegna þess að fer sé rímorð, og það í lokalínunni sé í stuðlaðri hákveðu, þá er Jónas sakaður um frumstæðan ljóðsmekk og búraskap í brageyranu. Einhvern tíma sagði Halldór Laxness: „Bók getur aldrei orðið bók, nema það sé aukaatriði, að hún er bók.“ Frá sjónarmiði sem er ekki alveg óskylt þessu, mætti segja: Kvæði er ekki kvæði, nema það sé aukaatriði að það er kvæði. Og þetta væri vert að leggja kvæða-lesaranum á hjarta. Sé það nú rétt, að lesarinn eigi umfram allt að flytja ljóð sem næst sinni eigin eðlilegu framsögn á setningum þess, en þó virða bragformið, sem stundum vill fara aðrar leiðir, þá er því enn ósvarað, hve mikið tillit hann eigi að taka til formsins. Hversu mjög á hann að láta bragliða-hrynjandi og bragskraut lita sína eðlilegu framsögn? Hvernig getur hann fúndið það meðalhóf, sem um var rætt hér á undan? Ætli ég kunni betra svar en að segja frá kennara, sem einu sinni ætlaði að troða í mig undirstöðu-atriðum í erlendu máli. Ein frágangssökin var tiltekið a-hljóð, sem ég aftók að bera fram svo fáránlega að honum líkaði. Það átti að vera millihljóð milli a og e, það átti að vera bæði a og e, en þó hvorki a né e. Það átti að vera bæði hljóðin í senn, en ekki jafn-mikið af hvoru. Á þetta fengust engar sættir. En þá lumaði hann á ráði, sem mér þótti hlálegt, en varð mér þó minnisstætt. Hann sagði: „Segðu a, en hugsaðu um e á meðan!“ Eitthvað þessu líkt vildi ég ráðleggja kvæða-lesara: Talaðu setningar ljóðsins, eins og þér fmnst hæfa efni þeirra, eða svo eðlilega sem vinnubrögð skáldsins leyfa þér; en hugsaðu á meðan um bragformið, bragarháttinn, ljóðlínurnar, bragliðina, rímið, stuðlana, hendingarnar. Að vísu myndi ég bæta við: Gerðu þér samt engar vonir um góðan lestur fyrr en þú hefur gleymt þessari hyggilegu reglu og gefið þig án allrar áhyggju á vald sjálfum skáldskap ljóðsins að orðabaki, og því bragskrauti, sem enn er ótalið, og engar reglur verða um settar, og varðar þó meiru en allt annað, en það er sjálf fegurð íslenzkrar tungu, máttur hennar og tign, mildi hennar og mýkt, veigur setninganna, hljómur orðanna, hvar sem þeim er skipað í brag, sú rækt sem gott skáld leggur við að velja hverju hugtaki það orð sem bezt hæfir því, ekki aðeins að merkingu, heldur og að hljómi og ytri áferð, og bezt fellur að umhverfi sínu, orðunum í kring um það. Lítum á línu Jónasar: ólgandi Þverá veltur yfir sanda; TMM 1995:4 13
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.