Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Qupperneq 17
Hallrangar skipi máttur bylgjukasta,
þar sem hljómur orðanna fylgir því eftir sem gerist? Það er ekki aðeins að vel
sé valin sú bókstafsmerking sem hann getur lagt í orðið hallrangan; þessir
tveir orðliðir eiga með hljómi hvors um sig eins konar samleik, sá fyrri
snöggur og stæltur, en sá síðari langdreginn á þungri hreyfingu. Áheyrand-
inn verður að áhorfanda, næstum þátttakanda í átökum þeim sem þarna er
lýst. Við skynjum í senn mýkt og afl vatnsins, sem svifar til þungum skips-
skrokknum, mýkt /gj-hljóðsins í bylgju, og kraftinn sem býr í tvöfalda t-inu
í máttur. En með st-hljóðinu í kasta er sem skipið taki dýfu með boðaföllum
og hvæsi. Lesarinn sér og heyrir sjólagið fyrir sér.
Snorri Hjartarson, einn mesti formsnillingur okkar á þessari öld, segir um
fjallið:
Flughamrabratt og rökkurdimmurautt
rís það úr breiðum öldum
laufgrænna hæða, löðri hvítra blóma
Þverhnípið í merkingu orðsins bratt magnast af hljómi þess, og síðan enn af
hljómi orðsins rauttvegna hendingarinnar, enda þótt merking þess orðs sé
alls óskyld; jafnvel tvöfalda k-ið í rökkurleggst á sömu sveif. Hins vegar verða
m-in í hamra og dimmu til að mýkja og milda þennan harða svip, svo
ygglibrúnin verður að þungbúnu og tigulegu yfirbragði:
Flug-humra-bratt og rökkur-dimmw-rautt
En síðan kemur líkingin af hafinu með „breiðum öldum laufgrænna hæða,
löðri hvítra blóma.“ Hér er algjör andstæða, ekki aðeins í línum og litum
heldur einnig í hljómum: í stað hendinganna bratt-rauttkoma hér hending-
arnar breiðum-hœða-löðri og láta hljóma-mýkt sína taka undir við merking-
una til fullkomnunar þessari listrænu mynd.
Einatt er áherzlulaust h nokkuð ótraustur samhljóður, ekki sízt þegar
áherzlulaus sérhljóður fer á undan; þá getur komið upp hljóðgap, sem
venjulega fer illa. Ekki er þó alltaf svo. í alkunnri barnagælu segir:
Láttu’hann ekki Hólsbola heyra til þín, Manga.
Þarna þurfa orðin Láttu hann að renna saman í Láttann til þess að kröfum
bragformsins sé fullnægt. Samruninn er í senn eðlilegur og æskilegur, og því
fer hann vel. En þegar Grímur segir:
TMM 1995:4
15