Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Síða 21

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Síða 21
— og samt var Stephan G. meðal okkar og í okkur: í þeim jafnt og mér. Ég hef aldrei skynjað nánd hins sammannlega jafnsterkt og þessa daga á Taívan og ég ákvað að ef ég festi einhvern tíma orð á blað um Stephan G. skyldi ég reyna að veita öðrum hlutdeild í þessari alnánd verka hans. Satt best að segja er ég þó miðlungi vel til þess fallinn að veita öðrum heillegt yfirlit yfir lífssýn Stephans G. Stephanssonar, hef til að mynda ekki kynnt mér nema brot allra þeirra bréfa og ritgerða er hann lét eftir sig. Ég á mér þau orð skáldsins ein til afbötunar að allt honum viðkomandi sem fólk varði um sé að finna „í kvæðunum sjálfum“ (VIII), sem og hitt að honum hafi „aldrei fundist þurfa að þræla viti sínu nein ósköp til að fmna lífsstefn- una“ í þeim (IX). Stephan G. Stephansson var ekkert ólíkindatól. Um fá önnur skáld eiga orð Þórbergs jafnvel við, að allar bækur séu eins konar „fjölmyndir“ sem höfundurinn hefur fest á pappír af sínum innra manni.3 Hvert kvæði sem maður les virðist vera nýr punktur í sömu mynd, er skerpir hana og fjörgar en stingur aldrei í stúf við heildina: hina samstæðu mynd af hug, hjarta og hendi skáldsins. Nordal skrifaði sem kunnugt er svo glöggvís- an inngang að kveðskap Stephans G. að hverjum meðalmanni er örðugt að auka þar nokkru við; þó hefur mér löngum virst að hin hefðbundna rýniað- ferð Nordals, að svipast eftir andstæðum í skaphöfn skálda, „jafnvægi stríð- heyjandi krafta"4 í sálarlífi þeirra, gangi honum öll í tauma þegar að Stephani kemur. Nordal bendir að vísu á hina augljósu andstæðu milli óska Stephans og lífskjara sem kveikiafl hugsana; en að honum takist að sýna fram á einhverjar „andstæður í fari“ skáldsins, eins og gefið er í skyn í upphafi (XV), er af og frá. Þar er ekki til neinna að taka. Stephan G. Stephansson hefur orðið ögn útundan í lofburði á síðustu árum, ef til vill fremur vegna skýrleika síns en þráttfyrir hann, meðan ýmsir samtíðarmenn hans hafa gengið í endurnýjan lífdaganna. Myndbrigðaskáld hafa mátt sín meir í seinni tíð en lífbrigða-. Þó er furðu margt í hugsun Stephans sem ég tel að eigi erindi við nútímann, og kannski enn fremur við hann en samtíð Stephans sjálfs. Á tímum siðrofs, málrofs og vaxandi efa- semda um kostinn á sammannlegum skilningi, sem ég drep ögn á í síðasta hluta ritgerðarinnar, er einkar tímabært að huga að þeim dráttum sem ég þóttist greina jafnt á gulnuðum blöðum Andvaka og í svipmóti fólksins á Taívan. II. Heimsmynd Heimspeki Stephans G. Stephanssonar er fremur af ætt siðfræði en frum- speki. Vissa hans um ósannindi þess að heimurinn — „auður lands og yndi“ TMM 1995:4 19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.