Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Side 35

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Side 35
Jón Karl Helgason Skarphéðinn í Boston Laust eftir síðustu aldamót kom út í Boston ritið Heroes oflceland (Hetjur íslands) eftir Allen French (1870-1946). Þetta var sjötta bók höfundar en meðal fyrri verka hans voru barnabækur sem lýstu ævintýrum riddara hringborðsins og lífi fýrstu ensku landnemanna í Vesturheimi. Efniviður Heroes of Iceland var af öðrum toga, eins og gefið var til kynna á bókarkápu. Þar er mynd af tveimur germönskum vígamönnum með hár niður á axlir, yfirvaraskegg og vængjaða hjálma á höfði. Þeir fóstbræður mæna hvor á annan en að baki nálgast víkingaskip með þanið segl og árarnar úti. í grein sem French skrifaði undir lok ferils síns rifjar hann upp tildrög þess að hann fékk áhuga á íslenskum hetjum. Hann segir „einkennilega tilviljun" hafa ráðið því að hann gramsaði í fornbókahillu bókabúðar nokk- urrar og fann þar lúna bók „með þeim forvitnilega titli The Story of Burnt Njal. Tvær fyrstu blaðsíðurnar opnuðu mér heillandi sýn á lífið á íslandi fyrir þúsund árum. Ég keypti bókina á tuttugu og fimm sent, [og] endur- skrifaði hana sem Heroes oflceland [...].“' Verkið sem French endurskrifaði var rómuð ensk þýðing Georges Webbe Dasent (1817-1896) á Brennu-Njáls sögu. Þýðingin kom upphaflega út í Edinborg árið 1861 en önnur útgáfa hennar var sett á markað í Bretlandi og í Bandaríkjunum aldamótaárið 1900. Þar voru formáli, inngangur og skýr- ingar Dasents stytt frá upphaflegu útgáfunni en þýðingin sjálf stóð óhögguð. French gekk skrefi lengra í útgáfu sinni á Njálu árið 1905. Auk þess að semja nýjan formála og inngang, endurraðaði hann efni sögunnar og stytti þýðingu Dasents þannig að bandarískir lesendur ættu auðveldara með að njóta hennar. Að þeim breytingum loknum gengu germanskar hetjur íslands — Gunnar, Héðinn og Njáll — á land í Massachusetts. Þýðingar og textatengsl Litlum tíðindum sætir að sígild bókmenntaverk séu gefin út á Vesturlöndum í styttum og endurskoðuðum útgáfum. Hitt er sjaldgæfara að um slíkar TMM 1995:4 33
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.