Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 37
Tveggja binda frumútgáfa þýðingarinnar er öll hin glæsilegasta, í dýru
leðurbandi með upphleyptum myndum af vopnum fornmanna á forsíðu.
Texti bókarinnar er um eitt þúsund síður. Þar af eru um sex hundruð síður
allnákvæm þýðing á frumtextanum, afgangurinn er lagður undir formála,
inngang og viðauka þar sem fjallað er um landnám og sögu íslands fyrstu
aldirnar, norræna víkinga, fornan gjaldmiðil og utanríkisverslun, svo fátt eitt
sé nefnt. Loks eru í bókinni þrjú kort (af íslandi, Suðurlandi og Þingvöllum),
auk uppdrátta af húsakynnum hér á landi á miðöldum. Allri þessari umfjöll-
un er ætlað að draga upp mynd af þeim menningarheimi eða rými sem sagan
varð til í og greiða þannig fyrir betri skilningi lesenda á verkinu.
Bókahilla lesenda
Einnig má koma að textatengslum úr annarri átt í sambandi við þýðingar og
skoða hvernig eigin texti þýðandans — formálsorð, skýringar og annað —
tilheyrir sjálfur tilteknum menningarheimi. Þar, ekki síður en í frumtextan-
um, á sér stað meðvituð og ómeðvituð samræða við samtímann og þá texta
sem lesendum þýðingarinnar eru tamir. Hér má enn taka dæmi af enskri
þýðingu á Njáls sögu frá 1861. Ljóst er að Dasent telur The Story of Burnt
Njal hafa höfuðgildi sem sagnfræðileg heimild. Undirtitill verksins, Life in
Iceland at the End ofthe Tenth Century (Lífið á Islandi við lok tíundu aldar),
gefur skýra vísbendingu í þá átt en til frekari staðfestingar má glugga í
inngang verksins þar sem Dasent ræðir meðal annars um sagnfræðilegt gildi
íslendingasagna. Hann viðurkennir þar að einstök atriði sagnanna, svo sem
hinn syngjandi atgeir Gunnars, séu ótrúleg en bætir við að vitnisburður
margra sambærilegra rita annarra þjóða hafi um langt skeið verið túlkaður
sem ábyggileg sagnfræði: „ýmsum frásögnum var trúað hjá Þúkýdídesi eða
Tacítusi, eða jafnvel Claredon eða Hume, þótt heimildir þeirra væru meira
en tífalt vafasamari en heimildir íslendingasagnanna.6*1 Þótt megintilgangur
Dasents sé að auka traust manna á frásögn Njálu er hann óbeint með þessum
samanburði að finna verki sínu (þýðingunni ásamt skýringum) heppilegan
stað á bókahillu breskra lesenda, við hlið viðurkenndra sagnfræðirita. Það
er tæplega tilviljun að verk höfundanna sem Dasent nefnir spanna mestalla
sögu vestrænnar menningar, að minnsta kosti eins og hún leit út frá bæjar-
dyrum Breta á Viktoríutímanum: Þúkýdídes ritaði sögu Forn-Grikkja,
Tacítus sögu Rómverja og þjóðanna í norðri og í sameiningu spönnuðu
sagnfræðirit þeirra Davids Hume og Edwards Hyde Claredon sögu
Stóra-Bretlands frá tímum Sesars fram á miðja sautjánda öld. Dasent hafði
áhuga á að bæta The Story of Burnt Njal við þessar heimildir. Sagan varpaði
TMM 1995:4
35