Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Side 52

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Side 52
þessu hélt hann áfram þegar hann hóf ritferil sinn með sögum sem einatt báru sterkan keim af ljóði, goðsögn, ævintýri, og áttu einnig að leysa þann sem við þeim tók undan „spillandi eitri lífsins“,9 undan þrúgandi leiðindum lágkúrulegs hvunndagsleika. Gorkíj segir frá því í æfisögu sinni, að hann hafi vonast til þess að saga hans „ízergil gamla“ (1894) félli konum vel í geð, „að hún myndi reynast þess megnug að vekja hjá þeim þrá eftir frelsi og feg- urð.“10 Þennan stein klappaði Gorkíj lengi, löngu síðar orðaði hann skálda- draum sinn á þann veg að listin, bókmenntirnar œttu að „ rísa upp yfir veruleikann og lyfta manninum upp yfir hann“.n Hann játar um leið að hér sé hann að boða „nauðsyn rómantíkur" í bókmenntum, þeirrar rómantíkur sem hann vill kalla „virka rómantík“. Gömul og ný viðleitni Gorkíjs til að hrífa lesandann út úr hvunndagsleika sínum er nærtæk skýring á þeirri hetjudýrkun sem setur svip sinn á mörg verk hans. Gorkíj var í senn róttæklingur sem vildi rétta hlut alþýðu (amk. ef hún hefði manndóm í sér til að gera uppreisn!) og harðsnúinn einstak- lingshyggjumaður, sem hefúr ótvíræða tilhneigingu til að fyrirlíta „venju- lega“ og þreklitla menn. Samúð hans er hreint ekki með þeim „veiku“ sem hrekjast undan veðrum og vindum lífsins, heldur með þeim sterku sem leggja allt í sölurnar og falla — ef ekki með sæmd þá að minnsta kosti með bravúr! Sú verður einatt bókmenntaleg niðurstaða af þessu öllu, að lýst er með mikilli velþóknun hetjum sem lifa sterku lífi, leggja þann ofstopa í tilveru sína sem gerir hana fagra og frjálsa — og þá um leið óbundna af hefðbundn- um siðgæðiskröfum. I „Makar Tsjúdra“ segir Gorkíj frá sígaunum, Lojko Zobar sem var djarfastur hestaþjófa og Röddu sem var meyja fegurst og háskalegust: þau elska hvort annað með þeirri heift og því geypilega stolti sem verður báðum að bana. ízergil gamla, sem hefur orðið í samnefndri sögu, er moldavönsk kerling sem hefur víða flækst og elskað marga menn, brennt suma upp til agna en framið morð til að bjarga öðrum, en sér aldrei eftir neinu og lýtur engum. VI Allt það sem nú var rakið gerir einmitt Gorkíj vel líklegan til þess að sækja í þann annarlega, skáldlega og hrikalega heim „Norðursins“ sem rússnesk skáld og fræðimenn höfðu smíðað sér, sumpart beint upp úr forníslenskum textum en þó meir upp úr túlkun á þeim sem finna mátti í aðskiljanlegum frönskum, þýskum og sænskum ritum. Bókum um þessi efni sem berast til hans tekur hann með fyrirvaralausri hrifningu, eins og sjá má til dæmis af 50 TMM 1995:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.