Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Side 53

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Side 53
bréfi til Tsjekhovs frá því í maí 1899. Þar ber Gorkíj mikið lof á August Strindberg og segir: Þessi Svíi er beinn afkomandi þeirra Normanna, sem í allri sögunni hafa jafnan skapað eitthvað sterkt, fagurt og frumlegt.12 Fjórum árum fyrr (1895) hafði Gorkíj reyndar fest á blað sögu þar sem hann gefur lausan tauminn ímyndunum sínum um „sterkt og fagurt“ líf norrænna víkinga. Sagan heitir „Normannar snúa heim frá Englandi“ og er að vísu kyndug ritsmíð, fáránleg en um leið girnileg til fróðleiks.13 Sagan fylgir rýrum þræði en í hana er borið mikið og feiknalega róman- tískt litskrúð. Víkingar eru á heimleið frá Englandi með herfang sitt. Þeir sigla mikinn, svelgja saxneskt vín úr hjálmum sínum og hornum og kyrja kvæði sem kallað er „söngur Ragnars loðbrókar á dauðastundu“. Textinn er mjög í þessum anda hér: Ómurinn af söng þeirra hleypur hraðar en skipið og berst með vindum á undan því til hinnar hrjóstrugu ættjarðar þessara manna, sem eru skírðir í haffóti, aldir upp í bardögum og þekkja ekki aðra lofsöngva en kvæði skálda og ekki aðrar listir en þá list að særa óvin beint í hjartastað. Við stýrið stendur Sigurður, gamall víkingur, en við fætur hans situr ungur maður, Guðvaldur (Gotvald). Hann vill hvorki drekka né syngja með görp- um, hann horfir á herteknar saxneskar meyjar, bundar á þilfari, og tekur sárt til þeirra. Sigurður gamli les yfir honum að síst skuli samúð sýnd konum, enda séu þær banvænar í veikleika sínum. Því til sönnunar segir hann frá öðrum víkingum á heimleið. Það var þá að Orl (Örn) fékk ást á hertekinni mey og gabbaði hún hann með frýjunarorðum og fýrirheitum um blíðuhót til að sanna krafta sína með því að höggva exi sinni í byrðing skipsins. Síðan tekur hún hann í fang sér svo hann sér ekki að leki kemur að skipinu eftir öxina og sekkur skipið með áhöfn, herfangi og þeim tveim læstum saman í grimmum faðmlögum. Og Guðvaldur ungi sér þetta allt fyrir sér og öfundar Örn af mikilfenglegum dauðdaga. Hér er allt á sínum stað. Allar klisjur sem hæfa ímynd „Norðursins". Aðdáun á miklum ástríðum: á þeim banvænu ástum sem Guðvaldur ungi vill helst fá að reyna á sjálfum sér. Dregið er fram siðleysi hins sterka lífs og þar með fyrirlitning á aumingjum. Um leið er.þessi saga einskonar forspjall að leikritinu sem aldrei varð til nema í nokkrum drögum sem fýrr segir. Þar koma fyrir sömu „kenningar": Normannar sigla „Svana veg“ frá írlandi heim á leið. í sögunni, sem og í leikritsdrögunum, finnum við konu sem á harma TMM 1995:4 51
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.