Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 53
bréfi til Tsjekhovs frá því í maí 1899. Þar ber Gorkíj mikið lof á August
Strindberg og segir:
Þessi Svíi er beinn afkomandi þeirra Normanna, sem í allri sögunni
hafa jafnan skapað eitthvað sterkt, fagurt og frumlegt.12
Fjórum árum fyrr (1895) hafði Gorkíj reyndar fest á blað sögu þar sem hann
gefur lausan tauminn ímyndunum sínum um „sterkt og fagurt“ líf norrænna
víkinga. Sagan heitir „Normannar snúa heim frá Englandi“ og er að vísu
kyndug ritsmíð, fáránleg en um leið girnileg til fróðleiks.13
Sagan fylgir rýrum þræði en í hana er borið mikið og feiknalega róman-
tískt litskrúð. Víkingar eru á heimleið frá Englandi með herfang sitt. Þeir
sigla mikinn, svelgja saxneskt vín úr hjálmum sínum og hornum og kyrja
kvæði sem kallað er „söngur Ragnars loðbrókar á dauðastundu“. Textinn er
mjög í þessum anda hér:
Ómurinn af söng þeirra hleypur hraðar en skipið og berst með
vindum á undan því til hinnar hrjóstrugu ættjarðar þessara
manna, sem eru skírðir í haffóti, aldir upp í bardögum og þekkja
ekki aðra lofsöngva en kvæði skálda og ekki aðrar listir en þá list
að særa óvin beint í hjartastað.
Við stýrið stendur Sigurður, gamall víkingur, en við fætur hans situr ungur
maður, Guðvaldur (Gotvald). Hann vill hvorki drekka né syngja með görp-
um, hann horfir á herteknar saxneskar meyjar, bundar á þilfari, og tekur sárt
til þeirra. Sigurður gamli les yfir honum að síst skuli samúð sýnd konum,
enda séu þær banvænar í veikleika sínum. Því til sönnunar segir hann frá
öðrum víkingum á heimleið. Það var þá að Orl (Örn) fékk ást á hertekinni
mey og gabbaði hún hann með frýjunarorðum og fýrirheitum um blíðuhót
til að sanna krafta sína með því að höggva exi sinni í byrðing skipsins. Síðan
tekur hún hann í fang sér svo hann sér ekki að leki kemur að skipinu eftir
öxina og sekkur skipið með áhöfn, herfangi og þeim tveim læstum saman í
grimmum faðmlögum. Og Guðvaldur ungi sér þetta allt fyrir sér og öfundar
Örn af mikilfenglegum dauðdaga.
Hér er allt á sínum stað. Allar klisjur sem hæfa ímynd „Norðursins".
Aðdáun á miklum ástríðum: á þeim banvænu ástum sem Guðvaldur ungi
vill helst fá að reyna á sjálfum sér. Dregið er fram siðleysi hins sterka lífs og
þar með fyrirlitning á aumingjum. Um leið er.þessi saga einskonar forspjall
að leikritinu sem aldrei varð til nema í nokkrum drögum sem fýrr segir. Þar
koma fyrir sömu „kenningar": Normannar sigla „Svana veg“ frá írlandi heim
á leið. í sögunni, sem og í leikritsdrögunum, finnum við konu sem á harma
TMM 1995:4
51