Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Side 54

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Side 54
að hefna. Þar má og sjá ávæning af orðaskiptum milli feðganna Úlfars (sem eins og Sigurður stýrimaður telur fráleitt að sá verði sannur garpur sem hokrar að konum) og ívars (sem eins og Guðvaldur lætur sig dreyma um merkilegar ástir). Guðvaldur er samt ekki orðinn sá „góði víkingur“ sem ívari leikritsins var að líkindum ætlað að verða. Og nú er ekki úr vegi að víkja að því, að við hlið „siðlausrar“ hetjudýrkunar Gorkíjs finnum við fýrr og síðar tilhneigingu til að lýsa afrekum sem hafa æðri og gagnlegri merkingu en þá eina að sýna að hetjan sé stór í öllu. „ízergil gamla“, sem fýrr var nefnd, er þrískipt saga. 1 þeirri lengstu segir ævintýrakerlingin moldavanska eigin sögu. En á undan og eftir segir hún ævintýri sem hún eins og lætur spretta upp úr náttúrunni. Seinna ævintýrið er um leiðtogann Danko, þann sem leiddi sína hnípnu þjóð úr vanda og gegnum myrkviði mikið til betri landa. Og þegar lýður hans möglaði og sakaði hann um að leiða sig í skelfilegar ógöngur sleit hann úr sér hjartað og brá því á loft sem logandi blysi og leiddi fólk sitt í þeirri birtu síðasta spölinn inn í fýrirheitna landið — og féll þar dauður niður. Því er nú á þennan fórnardauða minnst, að í næstsíðasta texta þeirra draga að víkinga- leikriti sem er tilefni þessarar ritsmíðar er reyndar að finna brot úr ræðu sem minnir á dáð Dankos: Gullexi túnglsins heggur sundur skýjabakka og enginn veit á hverju er von en þetta er sagt: Taktu hjarta mitt eins og blys Á myrkri nóttu mun það ekki þreytast að lýsa þér. Er þetta rödd ívars? Ávarpar hann konu sem hann ann eða heilan hóp manna? Átti þetta leikrit, sem aldrei var skrifað, að feta sig frá lofi um hetjuskap vígamanna til hróss um afrek þau sem tengjast við einhvern æðri tilgang? Við slíkum spurningum fást vissulega engin svör. Hitt má vera ljóst, að sú löngun Gorkíjs að leita með verkum sínum einhvers sem var stærra og meira en veruleikinn, finna hetjur sem stæðu hvunndagslegu amstri ofar, hún tengdi hann meðal annars við fegraðan og skáldlegan heim „Norðursins". Það var þessi sama viðleitni sem fékk hann til að leita að nýjum hetjum í samtímanum meðal þeirra verkamanna sem höfðu lesið sér til um fagnað- arerindi verklýðsbaráttunnar og ætluðu að velta í rústir og byggja á ný. Þótt undarlegt megi sýnast voru rómantíkin norræna og sósíalrealismi Gorkíjs svipaðrar ættar — þegar allt kemur til alls. 52 TMM 1995:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.