Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Síða 62

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Síða 62
Hann gekk hröðum skrefum í humátt á eftir þremenningunum, en þeir voru horfnir inn í rjóðrið. I kyrrð næturinnar greindi hann þó raddir þeirra og hlátrasköll, og reyndi að renna á hljóðið. Hann flækti einsaumaðan kyrtil sinn í kvíslóttum og kyrkingslegum trjástofni, og þegar hann reyndi í flýti að losa sig, risti hann sig til blóðs í lófanum á hvassri og kræklóttri greininni. í hljóði bölvaði hann, bar lófann að vörum sér og saug blóðið. Raddirnar voru að hverfa. Hann ráfaði í þá átt, sem hann taldi hina réttu, með lófann upp að andlitinu; sætt blóðbragðið rann saman við rauðvínskeiminn, sem enn eimdi eftir af í munninum. Fyrst vín var ekki að fá, varð blóð að duga. Með hálfum huga reikaði hann um rjóður. Fyrir ofan sig, milli trjágreina, sá hann kristaltæra hvelfinguna ógnarvíðfeðma, og fannst hann ótrúlega smár og auðmjúkur. Eitt augnablik þóttist hann koma auga á stjörnu, sem brann óvenju skært, skærar en hinar, og hvarf síðan, en þetta voru örugglega bara áhrif víndrykkjunnar. Hversu lengi hann ráfaði svona hálfmarkmiðslaust vissi hann ekki og höfgi var tekin að svífa á hann, þegar hann rambaði á þremenningana. En þeir voru lagstir fyrir og sofnaðir, værir og friðsælir sem saklaus börn, í graslítilli laut. „Pétur?“ spurði hann vonlítill og togaði í digran handlegg rumsins, sem dró ýsur, „ertu sofnaður? Pétur?“ Eftir að hafa reynt um stund að vakna, settist hann niður. „Jóhannes?“ sagði hann spyrjandi og ýtti á öxl hins unga fríða manns, en Jóhannes brosti bara í svefninum með andlitið hálfhulið hárinu og sneri sér um síðir undan með umli, þegar öxl hans var hrist; haddurinn flóði í bylgjum á grasinu. „Jakob?“ kallaði hann yfir öxlina á Jóhannesi, en Jakob svar- aði einvörðungu með vænum hrotum. Hann teygði sig eftir leir- krúsinni góðu, sem lá á hlið í grasinu, og bar að vörum, en fékk lítið annað en beiskar dreggjar. Hann vék þessum bikar frá sér og horfði örvæntingarfullum augum á félaga sína. ,Ætlar enginn ykkar að vaka með mér?“ tautaði hann, en réð ekki við geispann sem fylgdi. Honum fannst sem skýhnoðri eða þokubólstur hefði tekið sér bólfestu í höfði sínu. Hann lagðist með lófann — þann ósærða — undir höfuðið og augnlokin sigu. Síðan sofnaði hann. Lengst af var það langur blakkur svefn, þungur og draumlaus, líkt og títt er um hina drukknu. Einhvern tíma seint tók svartnætti svefns- ins á sig móðukennda gula mynd og síðan tóku einstakir þættir myndarinnar að mótast. Þá birtist honum undurfurðulegur draumur. TMM 1995:4 60
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.