Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Qupperneq 66
svarið við Guð — og það var aðeins einn Guð til, hvað svo sem
keisarinn sagði — að snúa þangað ekki aftur. Nú sá hann að það hafði
verið viturleg ákvörðun. I því landi var einungis að finna óróa og
umbrot, ofbeldi og dauða. Hann hafði fengið fregnirnar yfir til Alex-
andríu, hvernig Gajus keisari hafði ætlað sér að vanhelga musterið
með því að áætla uppsetningu á líkneski af sjálfum sér sem Seifi. Það
hafði valdið miklum deilum og jafnvel blóðsúthellingum. Fyrir rétt-
um þrettán árum hafði Títus — þá imperator, síðan keisari og nú guð,
ef marka mátti Rómverja — ráðist inn í musterið, svívirt helgidóm-
inn, brennt lögmálsbækur, rænt helgigripum og eytt bygginguna.
Já, margir höfðu vanvirt helgidóminn. Hann minntist þess einnig
hvernig sá maður, sem hann hafði eitt sinn kallað meistara sinn,
smánaði hinn helga stað, er hann gekk berserksgang nokkru fyrir
hátíð ósýrðu brauðanna endur fyrir löngu, er hann hratt um koll
borðum víxlara og stólum dúfnasala, sparkaði í presta, farísea og
fræðimenn, spúði froðufellandi út úr sér skammaryrðum. Þá hafði
hann skilið að þessi meistari, svo vel menntaður í fræðum Essena sem
hann hafði nú verið, var enn einn vandræðaseggurinn og ofstopamað-
urinn. Hversu lengi þarf mannskepnan að lifa til að læra að lifa með
friði?
Hann hafði verið skynsamur, hann hafði komið sér í burtu áður en
hin eiginlegu vandræði hófust, áður en blóðið flaut um stræti Hí-
erósalem. í Alexandríu hafði honum vegnað vel, þar hafði hann
ávaxtað laun sín. í fyrstu hafði hann einkum lagt stund á kaup-
mennsku, keypt farma af víni frá Krít, koparvarningi frá Kýpur,
reykelsum frá Antíokkíu og leirvörum frá Míletos. í staðinn seldi hann
þangað egypskt gler, alöe og lín. Fljótlega hafði hann þó áttað sig á því
að mesta gróðavonin lá í lánastarfsemi, svo hann hóf hana og hún
skilaði ríkulegum ávöxtum, nægilega miklum til þess að hann gat um
síðir keypt sér þennan búgarð hér í Cirtu. Þetta var heilræði hans til
ættbræðra sinna, landa, trúbræðra: Farið og gjörið það sem Judah
ben-Ishcariot gerði, yfirgefið land eymdarinnar, leitið tækifæranna
þar sem þau gefast. Hæfileikar okkar þjóðar liggja í kaupmennsku og
lánastarfsemi; þar má veiða gnótt fiskjar, jafnvel þótt vatnið virðist
dautt.
Gamli maðurinn strauk hendinni yfir hárlítinn kollinn. Já, hann
hafði unnið fyrir sínum lífslaunum á heiðvirðan hátt, hann gat staðið
64
TMM 1995:4