Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Side 73

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Side 73
Dag einn dundi harmleikurinn yfir. Hjörð Abels ruddist yfir og rústaði fullþroska hveitiökrum og ald- ingörðum Kains. Loks kom til uppgjörs milli bræðranna tveggja. Kain reyndist vera friðelskandi og sáttfús en Abel hæddi hann af stakri meinfysni. Þá ri^uðust upp fyrir Kain allar þær misgjörðir sem hann hafði mátt þola frá hendi bróður síns og með einu skófluhöggi mölvaði hann höfuðskel Abels. Jehóva reiddist ógurlega. Hann rak Kain burt frá augliti sínu og dæmdi hann til að flakka um jörðina ásamt fjölskyldu sinni. En Kain, heimakær sem ávallt, fór ekki langt. Hann stefndi náttúr- lega í átt til Paradísar, sem móðir hans hafði svo oft sagt honum frá. Og þar kom hann sér fyrir í landinu Nód, austan himinhárra múra hins rómaða garðs. Þar reisti þessi byggingameistari borg. Fyrstu borg sögunnar, og hann nefndi hana í höfuðið á fyrsta syni sínum Henok. Henok varð draumaborg, skyggð af evkalyptustrjám. Hún var einn samfelldur blómagarður þar sem turtildúfur og gosbrunnar kurruðu einni röddu. í miðri borg stóð höfuðsmíð Kains: dýrðlegt hof byggt úr rósrauð- um porfyrsteini og dröfnóttum marmara. Þetta hof stóð síðan galtómt og ónotað. En þegar Kain var spurður út í það brosti hann bara leyndardómsfullt ofan í skeggið. Loksins, kvöld eitt, birtist gamalmenni við borgarhliðið. Kain virtist hafa beðið hans, þar sem hann tók sjálfur samstundis á móti gestinum. Þetta var Jehóva, örþreyttur, uppgefmn, magnþrota af flökkulífinu sem hann hafði afborið um áraraðir meðal sona Abels, skröltandi á öxlum burðarmanna í ormétinni Sáttmálsörk sem lyktaði sterkt af hrútstólg. Sonarsonurinn faðmaði afa sinn að sér. Síðan kraup hann á kné til að taka við fyrirgefningu og blessun. Því næst var Jehóva — alltaf eilítið ergilegur formsins vegna — borinn með andakt til hásætis í hofinu fagra í Henok og þaðan hefur hann ekki hreyft sig upp frá því. Gauti Sigþórsson þýddi TMM 1995:4 71
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.