Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 73
Dag einn dundi harmleikurinn yfir.
Hjörð Abels ruddist yfir og rústaði fullþroska hveitiökrum og ald-
ingörðum Kains.
Loks kom til uppgjörs milli bræðranna tveggja. Kain reyndist vera
friðelskandi og sáttfús en Abel hæddi hann af stakri meinfysni.
Þá ri^uðust upp fyrir Kain allar þær misgjörðir sem hann hafði mátt
þola frá hendi bróður síns og með einu skófluhöggi mölvaði hann
höfuðskel Abels.
Jehóva reiddist ógurlega. Hann rak Kain burt frá augliti sínu og
dæmdi hann til að flakka um jörðina ásamt fjölskyldu sinni.
En Kain, heimakær sem ávallt, fór ekki langt. Hann stefndi náttúr-
lega í átt til Paradísar, sem móðir hans hafði svo oft sagt honum frá.
Og þar kom hann sér fyrir í landinu Nód, austan himinhárra múra
hins rómaða garðs.
Þar reisti þessi byggingameistari borg. Fyrstu borg sögunnar, og
hann nefndi hana í höfuðið á fyrsta syni sínum Henok.
Henok varð draumaborg, skyggð af evkalyptustrjám. Hún var einn
samfelldur blómagarður þar sem turtildúfur og gosbrunnar kurruðu
einni röddu.
í miðri borg stóð höfuðsmíð Kains: dýrðlegt hof byggt úr rósrauð-
um porfyrsteini og dröfnóttum marmara.
Þetta hof stóð síðan galtómt og ónotað. En þegar Kain var spurður
út í það brosti hann bara leyndardómsfullt ofan í skeggið.
Loksins, kvöld eitt, birtist gamalmenni við borgarhliðið. Kain virtist
hafa beðið hans, þar sem hann tók sjálfur samstundis á móti gestinum.
Þetta var Jehóva, örþreyttur, uppgefmn, magnþrota af flökkulífinu
sem hann hafði afborið um áraraðir meðal sona Abels, skröltandi á
öxlum burðarmanna í ormétinni Sáttmálsörk sem lyktaði sterkt af
hrútstólg.
Sonarsonurinn faðmaði afa sinn að sér. Síðan kraup hann á kné til
að taka við fyrirgefningu og blessun. Því næst var Jehóva — alltaf
eilítið ergilegur formsins vegna — borinn með andakt til hásætis í
hofinu fagra í Henok og þaðan hefur hann ekki hreyft sig upp frá því.
Gauti Sigþórsson þýddi
TMM 1995:4
71