Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Síða 77

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Síða 77
slíkra „stefna“ verður ekki hjá því litið að glíman við miðilinn — viðleitnin til að festa sjónir á tilgang hans og eðli — hefur allt frá fyrstu tíð sett mark sitt á kvikmyndina. í þeirri glímu hafa mörg tök verið reynd og ekki kleift að lýsa þeim öllum í svo stuttu máli. Það sem fyrir mér vakir er að vekja athygli á nokkrum þeim svörum sem fram hafa komið við spurningunum hér að ofan. Til umfjöllunar vel ég aðallega tvo úr hópi svarenda, kvikmynda- fræðinginn André Bazin og kvikmyndagerðarmanninn Stan Brakhage, sem báðir hafa reynst áhrifamiklir, hvor á sínu sviði. En hverfum fyrst eina öld eða svo aftur í tímann ... II Saga „sjöundu listgreinarinnar“ er alla jafnan talin hefjast í kaffihúsakjallara einum í miðborg Parísar. Kvikmyndin sjálf er þó einhverjum árum eldri, saga hennar nær að minnsta kosti affur til 1888 og töluvert lengra ef ýmsum nánustu forverum hennar innan ljóslistanna er leyft að fljóta með. Hinn opinberi afmælisdagur kvikmyndarinnar var valinn með tilliti til þess að þá voru „lifandi myndir“ í fýrsta sinn sýndar opinberlega gegn gjaldi. Fyrsta heila kvikmyndin sem varðveist hefur var hins vegar tekin árið 1891 í „myndveri“ hugvitsmannsins Thomas Alva Edison. Edison og samstarfs- menn hans náðu þá að festa hnerra einn mikilfenglegan á hreyfanlegt tréni. Með þessum hnerra var kvikmyndin borin í heiminn. Afrekið sjálft átti sér hins vegar einkum stað fýrir tilstilli nýjustu uppgötvunar þúsundþjalasmiðs- ins, vélarinnar sem hann nefndi kinetograph eða „skrásetjara hreyfingar“. En Edison brást hins vegar bogalistin þegar að sýningarmálum kom. Hann áttaði sig ekki á því að kvikar myndir ættu best heima á tjaldi, heldur sýndi þær í kassa þar sem aðeins einn áhorfandi gat barið dýrðina augum í einu.1 Þessi mistök kostuðu fjarveru hans þegar kvikmyndalistinni var formlega hleypt af stokkunum í kjallara Grand Café fáeinum árum síðar en fyrir þeim viðburði stóðu þeir bræðurnir Auguste og Louis Lumiére. Lumiére- bræðrunum hafði áskotnast tökuvél frá Edison-fyrirtækinu hálfu ári áður en bjuggu síðan til sína eigin vél sem ekki aðeins gat fest myndir á filmuna heldur einnig framkallað hana og varpað henni fram. Með þessari vél mynduðu þeir sveinsstykki sitt, La Sortie de l’Usine Lumiére a Lyon, í ársbyrj- un 1895 en myndin (eins og nafnið segir raunar berum orðum) sýnir starfsmenn Lumiére-verksmiðjunnar í Lyon halda heimleiðis að vinnudegi loknum. Þennan atburð áttu gestir þeirra í kjallaranum nú kost á að upplifa fyrir andvirði eins ffanka. Fleiri myndir voru í boði á u.þ.b. hálftíma langri sýningunni, þar á meðal hin fræga lestarmynd, L’Arrivée d’un train en gare, sem mörgum áhorfandanum reyndist óvenju minnisstæð. TMM 1995:4 75
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.