Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 83

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 83
sem Bazin hafði vænst, flestir leikstjórar kusu (og kjósa enn) að halda sig við „stjórnsama“ frásögn klippitækninnar. Fyrir því eru margar gildar ástæður. I fyrsta lagi býður sá frásagnarmáti upp á margvíslega möguleika, bæði listræna og tæknilega, sem nær útilokað er að ná fram með óslitnu mynd- skeiði — og skiptir þar engu hversu „djúpur“ fókusinn er. Margir myndu jafnframt halda því fram að klippingin leggi grunn að „myndmáli" kvik- myndarinnar og það sé því hrein firra að hallmæla notkun hennar. í öðru lagi er þessi frásagnarmáti orðinn að hefð sem á vissan hátt hefur „skilyrt“ væntingar áhorfenda (og kvikmyndaframleiðenda) eða, með öðrum orðum, kennt þeim að „lesa“ kvikmyndir á ákveðinn hátt, þannig að samfelld myndskeið verka framandi eða jafnvel „ólæsileg", að minnsta kosti til lengd- ar. I þriðja lagi er það Ijóst að kvikmynd, þótt samsett sé úr sárafáum, óslitnum myndskeiðum, getur alltaf „blekkt“ áhorfandann, ef það markmið er á annað borð fyrir hendi. Að lokum má benda á það að framkvæmd „raðskeiðsins“ krefst útsjónarsemi og stjórnunar engu síður en „niður- klippt" sena og í sumum tilfellum jafnvel meiri, samanber hina mögnuðu kóreógrafíu Orson Welles í upphafsskoti Touch ofEvil.20 Þrátt fyrir þessar mótbárur stendur þó sjálf grunnforsenda Bazin um verufræði ljósmyndarinnar óhögguð að mínu mati. Vandinn liggur ekki í forsendunni sem slíkri heldur í útfærslu hennar í kvikmyndum, þar sem ein mynd tekur stöðugt við af annarri, hvort sem um raðskeið eða klippiseríu er að ræða. Þá hljóta hreyfimyndir, sem ekki fá mikla umfjöllun hjá Bazin, að teljast nákvæmlega jafn „filmískar“ og aðrar kvikmyndir, þótt myndefhi þeirra sé sjaldnast sótt til hlutveruleikans. Kvikmyndin, ólíkt ljósmynd eða málverki, er tímabundin list og sem slík hlýtur hún að lúta hrynrænum lögmálum. Flæði myndanna og hrynjandi þess flæðis hafa því allt eins mikilvæga stöðu og sjálfar myndirnar. Forsenda Bazin er e.t.v. nauðsynleg til að skýra vissa séreiginleika kvikmyndarinnar en hún er ekki nægjanleg til að skilgreina eðli miðilsins sem slíks. Þar hljóta fleiri þættir, fleiri sérkenni, að koma við sögu. Þá má einnig velta því fyrir sér hvort ekki sé nauðsynlegt að skilgreina nánar veruleikann sjálfan áður en mjög fastar skorður eru settar á notkun þeirra „fingrafara“ hans sem kvikmyndin kann að vera. Hér koma fantasían og hugarflugið að sjálfsögðu „inn í myndina“ en þessi hugsun kallar einnig fram spurningar um skynjun okkar á veruleikanum og hvernig kvikmyndir geta líkt eftir og miðlað þeirri skynjun, eða þá torveldað hana. Tengslin sem þar má e.t.v. finna hljóta að gegna lykilhlutverki við að skilja eðli kvikmyndarinnar sem slíkrar, og stöðu hennar gagnvart veruleikanum í öllum hans fjölmörgu myndum. TMM 1995:4 81
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.