Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 88

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 88
VII Hvað gerir kvikmyndina merkilega? Er hún fingrafar veruleikans eða hold- gervingur sjónarinnar? Hvor þeirra hefur rétt fyrir sér, Bazin eða Brakhage? Eru þeir kannski báðir á villigötum? Þótt skoðanir þeirra félaga séu um margt ósamrýmanlegar má þar samt sem áður greina nokkra snertipunkta sem ef til vill geta varpað frekara ljósi á hið margslungna eðli kvikmyndarinnar. Báðir leggja þeir áherslu á ábyrgð kvikmyndarinnar gagnvart skynjun áhorf- andans. Annar vill að hún sýni þeim hlutveruleikann á virkan, lýðræðislegan hátt, hinn að hún opni hinar hálf-luktu dyr að veruleika sjónarinnar. Hversu vel fara þessir veruleikar saman? Báðir líta þeir „verulíkið“ dökkum augum. Brakhage hafnar hefðbundnu raunsæi á þeim forsendum að það þrengi sjónsviðið með því að festa ýmsan sjónvana í sessi. Bazin hafnar sömuleiðis ríkjandi aðferðafræði sögumyndanna, sálfræðilega raunsæinu, vegna þeirra stjórnunar og merkingarskerðingar sem í því felst. í augum Brakhage er veruleikinn heimur „sem iðar af lífi óskiljanlegra hluta“ (leturbreyting mín) en Bazin fagnar affur á móti endurkomu margræðninnar í kvikmyndum. Brakhage leggur áherslu á að hlutirnir óskiljanlegu verði aðeins þekktir „fyrir tilstuðlan þess ævintýris sem skyntúlkunin er“ en fyrir Bazin skiptir mestu að kvikmyndin beri merki þess að hlutirnir verði aldrei þekktir til hlítar. Merkingarmyndun er samt sem áður visst „ævintýri" í augum Bazin og þar gegnir kvikmyndin stóru hlutverki. Að lokum benda báðir á þátt tœkninnar í þeim margvíslega verufræðilega vanda sem að kvikmyndinni steðjar en þá jafnframt á leiðir til að nýta tæknina gegn þessum vanda. Eftir standa að sjálfsögðu ótal spurningar um hugsanlegan samruna þessara ólíku kenninga og þá veruleika sem þeir eru fulltrúar fyrir, veruleika hlutanna og veruleika (sjón)hugsunarinnar, í einni og sömu mynd. Kenn- ingar Brakhage eru ekki síst áhugaverðar fyrir þær sakir að hann hafnar í raun slíkum skilum „ytri“ og „innri“ veruleika, eða gerir fyrirfram ráð fyrir samruna þeirra í verki(nu), kvikmyndinni sjálfri. Kvikmyndin er skyntúlkun okkar holdi klædd á tjaldinu, segir Brakhage, hún opinberar þessa skyntúlk- un (en ekki hlutveruleikann „einan“, eins og Bazin myndi segja) milliliða- laust. Sá milliliður sem Brakhage óttast hér mest eru orðin, hin málræna hugsun sem „hugtekur“ ævintýri skyntúlkuninnar og þrengir hugsun aug- ans burt. Kvikmyndinni ber þannig fyrst og fremst að endurheimta þessa hugsun úr viðjum máls og vana, skerpa hana og breikka, sýna fram á sjónræðuna í veruleikanum. í lestri þeirrar ræðu texta ljóssins hvílir „nýtt tungumál“ sem kvikar myndir geta einar hugtekið og gefið form. Nú hljóta margir lesendur að spyrja sig: Hvað er Brakhage eiginlega að \ 86 TMM 1995:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.