Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Síða 115

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Síða 115
Því gagnrýni sögunnar á listina og listasnobbið, á uppeldismál og siðferði, á menntun og meðalmennsku, byggir algerlega á skopstælingu sem að endingu staðfestir það sem hún deilir á. Hinn stöðugi og staðnaði heimur borgarastéttarinnar er eina viðmiðið sem þessi skáldsaga þekkir. Hallgrímur býður ekki upp á neitt annað en umsnúning þessara gilda undir merkjum skopsins. Hið spriklandi og fjöruga tungumál er ekki látið dansa heldur þramma lúpulega eftir beinni línu söguþráðarins, eftir hinu línulega formi ævisögunnar sem textinn er að skopstæla. Skopstælingin lendir í þeim ósköpum að skopstæla aldrei sjálfa sig heldur er hún sett fram með rödd þess sem telur sig hafinn yfir allt klabbið. Þetta er rödd sem telur sig þess megnuga að kveða upp algilda dóma og að draga allt í efa, nema sig sjálfa. Þetta er í raun rödd hins realíska skáldsagnahöfundar 19. aldarinnar, röddin sem er með heiminn á valdi sínu og hefur mælikvarðana, siðferðið og listina í sínum höndum. Dómarnir eru alltaf kveðnir upp með „svona er þetta“ tóni sem gerir allt skopið og alla fyndnina (því það er svo sem nóg af henni í þessari bók) að bitlausu vopni. Gagnrýnin sem það á að koma til skila opnar ekki neitt í þjóðfélagi hinnar stöðugu stöðnunar heldur hlær að því litla stund, aðeins til að játa að þegar upp er staðið er hún lens gangvart því. Gagnrýnin þrengir aðeins enn meira að. Hið gagnrýna „upplýsingarauga“ sögumanns- ins gengur út frá mælikvörðum sem eru sannast sagna íhaldssamir, ef ekki afturhaldssamir. Jafn óvægið og miskunnarlaust sem allt fúskið, öll dellan, væmnin og vitleysan í samfélaginu er barin og höggvin, er það alltaf gert með tilvísun til fastskorðaðs sjónarhóls þess sem stendur utan við þetta allt. Verkið skortir þann höfuðkost slíkra skopstælinga og ádeilubóka að skopast að eigin sjónarmiðum, eða öllu heldur, að kljúfa textann út úr skopstælingar- og staðfestingarhringekjunni. Ótrúleg tungumálsendurnýjunin sem hér er að finna grípur aldrei inn í ffásagnarferlið sjálft. Líkt og verk listamannanna sem Hallgrímur gagnrýnir eru í sjálfu sér óaðskiljanleg frá venjulegri sölu- vöru er gagnrýni hans óaðskiljanleg frá því kerfi sem hún beinist að. En einmitt þess vegna er þessi skáldsaga táknmynd samtímans, táknmynd stöðugleika tíunda áratugarins. Konan og vélin Fríða Á. Sigurðardóttir: í luktum heimi Ef til vill er stöðugleikinn ekki nema hluti af mun umfangsmeiri kreppu sem hin karllega athafnasemi var rötuð í. Hugmyndaffæði hins óbilandi vinnu- þjarks strandar að lokum á þeim kröftum sem halda verður niðri svo þessi TMM 1995:4 X 113
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.