Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 119

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Page 119
 sjálfssýn kven- og karlmanna. Hún spyrnir ekki fótum við hátækniþróun síðkapítalismans heldur sér í henni möguleika til að skapa nýja og framsækna menningu sem brýst út úr viðjum hinna líffræðilegu og líffænu myndhverf- inga, út úr andstæðupörunum: sál/líkami, náttúra/menning, maður/kona o.s.frv. og inn í heim hinnar líftæknilegu vélar. Haraway reynir að virkja þá jákvæðu möguleika sem búa í gena- og líftækni samtímans til að skapa nýja sjálfsvitund þar sem líffræðilega skilgreindur munur kynjanna eða þær afmarkanir sem menning okkar gengur út frá sem vísum, líkt og munur náttúru og manngerðra fyrirbæra, er ekki lengur fýrir hendi. Jafnvel hin brotakennda og tvístraða sjálfsmynd síðmódernismans er skilin jákvæðum skilningi. Hún er möguleiki til að sleppa undan „upprunanum“. Undan því að vera markaður tungumáli, þjóðerni og kyni og síðast en ekki síst sjálfu upphafinu, sköpuninni sem skildi að og flokkaði. I stað þess að líta á allt þetta sem afsprengi djöfullegra véla sem skilgreindar eru sem andstæður manns- ins leggur Haraway áherslu á að skilingur okkar á eigin líkama sé þegar vélrænn. Við notum vélina til að skilgreina okkur sjálf. Við erum þegar í vissum skilningi vélar.7 Til að skilja líkamlega tilvist okkar grípur líf- og læknisfræðin til stýri- og kerfisfræðilegra líkana sem gera líkamann að neti þar sem upplýsingar og boð flæða á milli stjórnstöðva. Það er ekki nema stutt skref frá þessum upplýsingalíkama yfir í hinn tilbúna líkama sem er settur saman með genatækni. Tvíhyggju vestrænnar menningar og þeirri baráttu sem nú fer fram á sviðum menningar og stjórnmála til að viðhalda henni, yrði með þessu móti hleypt upp. Menningar- og stjórnmálaátök samtímans snúast ekki síst um þá staðreynd að hugmyndaffæði hinnar vestrænu tvíhyggju og allt það stjórnmála- og efnahagskerfi sem hún hefur á bak við sig reynir að festa sig í sessi með stöðugleikanum. Hún reynir að útiloka hina margrása heimssýn, hina raunverulegu kröfu um lýðræði með því að loka á öll frávik frá stöðugleikanum. Hugmyndir Haraway og fleiri lúta að því að virkja tækni- þróun, grósku og glundroða síðmódernismans í þágu nýrrar opnunar, en ekki til þess að styrkja þennan stöðugleika enn í sessi. Hugmyndina um að komast út úr tvíhyggjunni ber ekki hvað síst að skilja í þessu ljósi. Vélmenni, engill, hænuungi Sjón: Augu þín sáu mig En ein skáldsaga síðasta árs, Augu þín sáu mig eftir Sjón, sýnir að mínum dómi betur en aðrar hvað er hægt. Hvernig skáldsagnaritunin getur þróast og flutt sig út úr þeim skorðum sem þrengja að henni, út úr tvíhyggjunni, út TMM 1995:4 117
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.