Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Side 124

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Side 124
Ritdómar Feður og synir Ólafur Jóhann Ólafsson: Sniglaveislan. Vaka- Helgafell 1994. 174 bls. Stundum er sagt að þótt oft geti verið ærin þraut að þola þungan mótbyr í lífinu sé enn erfiðara að standast öflugan meðbyr. Slíkur byr moli smám saman manninn sjálfan vegna þess að lofburð- ur og sífellt hrós spilli dómgreind og sjálfsmati viðkomandi. Lífsviska af þessu tagi hlýtur vitaskuld að höfða alveg sér- staklega til listamanna sem eiga allt sitt undir því að halda dómgreind sinni og sjálfsmati óbrjáluðu. Ólafur Jóhann Ólafsson varð fyrir þeirri hremmingu sem kornungur höf- undur að fá um margt einstakan með- byr. Hann uppskar bæði lof og prís gagnrýnenda og alþýðu fyrir fyrstu verk sín og fágæta metsölu. Og hin jákvæðu viðbrögð hafa bara orðið sterkari með hverri bók og Fyrirgeftiing syndanna (1991) mun vera í hópi mest seldu skáldsagna á íslandi. Að hluta til eru sterk viðbrögð almennings sprottin af því að Ólafur gegnir ábyrgðarstarfi hjá stórfyrirtæki á erlendri grundu og er talsvert í sviðsljósinu af þeim sökum. Hann er hinn nýi ástmögur sem svalar óslökkvandi þrá þessarar smáþjóðar eft- ir frægð og frama úti í hinum stóra heimi. Þegar bækur Ólafs eru kynntar er líka gjarnan vísað til starfa hans í al- heimsviðskiptum um leið og minnt er á að ritstörf séu einungis aukabúgrein þessa vinsæla höfundar. Leiða má sterk rök að því að hyllingin, sem einkennt hefúr markaðssetninguna á Ólafi Jó- hanni, hafi heldur torveldað honum að vera teldnn alvarlega sem rithöfundur og þess vegna hafi bækur hans ekki feng- ið þá umfjöllun sem þær þó sannarlega eiga skilið. Umræðunni hefur verið beint frá bókunum og það er gömul saga og ný, að þegar einn er settur á stall og hylltur fara af stað aðrir kraftar að mola niður. Þá er ekld spurt um sanngirni eða réttsýni. Þegar bækur hans eru skoðaðar í heild og allar kringumstæður hafðar í huga verður hins vegar ekki annað sagt en Ólafúr Jóhann Ólafsson hafi staðið vel undir sjálfum sér sem rithöfundur. Sögur hans hafa borið vitni einlægri við- leitni tilþess að fjalla um sígild spursmál í mannlegu félagi af alvöru og bók- menntalegum metnaði. Þannig gekk hann mjög nærri sjálfum sér í Markaðs- torgi guðanna (1988) um leið og hann tók fýrir algenga togstreitu samviskunn- ar og hinnar sterku þrár eftir sigri og ytri fullnægju sem einkennir svo mjög sam- keppnissamfélög nútímans. Siðferðileg efni virðast Ólafi reyndar mjög hugleik- in og eru gjarnan uppistaða sagna hans, ekld síst umhugsun um ábyrgð og heið- arleika hvers manns gagnvart sjálfum sér, skyldur hans gagnvart eigin sam- visku. Hann sökkvir sér mun dýpra of- aní þetta efhi í Fyrirgefningu syndanna, sem er hiklaust metnaðarfyllsta bók hans til þessa. Um leið og sú bók hafði að geyma býsna trúverðuga persónulýs- 122 TMM 1995:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.