Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Qupperneq 126

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Qupperneq 126
sláandi, báðir eru að leita uppruna síns, ef svo má segja, og Örn er meira að segja alinn upp af ömmu sinni! Þegar betur er að gáð eru líkindin við Ólaf Jóhann Sig- urðsson ekki einungis fólgin í persónu Arnar heldur er ekki laust við að við lestur Sniglaveislunnar komi upp í hug- ann einhver besta saga Ólafs Jóhanns Sigurðssonar, Bréf séra Böðvars. Báðar þessar sögur fjalla um það hvernig menn við tilteknar aðstæður sjá skyndilega allt líf sitt í nýju ljósi; réttara sagt, við þeim blasir skyndilega þeirra stóra lífsblekk- ing. Ásögunumerhinsvegarmikilvæg- ur munur sem varpar nokkru ljósi á bókmenntalega bresti Sniglaveislunnar. í sögu Ólafs Jóhanns Sigurðssonar hlýt- ur séra Böðvar samúð lesanda vegna þess að persóna hans er dýpri, lesandi skynjar til fulls harm hans þegar honum verður ljóst að dóttirin sem hann hefur lifað íyrir er ekld hans eigin. Sniglaveisl- an er móralskari að því leyti að Gils er bara skúrkur sem fær maldeg málagjöld: það sem að helst hann varast vann, varð þó að koma yfir hann. Meðan Bréf séra Böðvars er áleitin, persónuleg harmsaga verður Sniglaveislan fremur ádeila al- mennara eðlis á yfirdrepsskap og sjálfs- hyggju, eigingirni og ómennsku. Ádeila sem auðvitað er góðra gjalda verð, en skortir þó tilfinnanlega dýpt í persónu- sköpun til þess að ná listrænu marki. Margt er hins vegar vel gert í Snigla- veislunni, eins og áður sagði. Höfundur laumar inn lævíslegum fyrirboðum til þess að undirbyggja fall hins dramb- sama Gils. Honum finnst hann kannast við svipinn á Erni, hann gortar af kvennafari sínu og hrópar til nágrann- ans að hann skuh sinna konunni sinni, annars geri það bara einhver annar. Allt hittir þetta hann sjálfan fyrir þegar Örn afhjúpar bréf konu Gils til föður síns, án þess þó að noldcurs staðar sé sagt fullum fetum að Haukur, yngri sonur Gils sem er allur í móðurættina, sé í raun hálf- bróðir Arnar. Höfundur skilur það effir opið, en hefur þó teldð ffam að Gils var erlendis 7 mánuði ársins 1969 og kom aftur í desember, en aðeins er sagt að Haukur sé fæddur 1970, ekld í hvaða mánuði sem skiptir þó sköpum, enda tekið ff am að pabbi Arnar hafi flust burt í janúar 1970. Þetta faðernismál er þó ekkert úr- slitaatriði, heldur er hið mildlvæga í sög- unni hvernig hugmyndir Gils um veruleikann, sjálfan sig og líf sitt hrynja til grunna í einu vetfangi. Sá múr sem hann hafði byggt í kringum sig af ytra prjáli reynist haldlítill gagnvart þeim beiska sannleika sem uppljóstrun Arnar hefur í för með sér. Öll lífsfílósófía hans bíður skipbrot, eins og áréttað er í lokin með fféttum af fylleríi hans með erki- óvininum Jónatani, þótt í því kunni jafn- ffamt að leynast vottur um nýtt upphaf og annars konar líf í meiri auðmýkt. Það er erfitt að segja að Sniglaveislan varpi nýju ljósi á höfundarhæfileika Ólafs Jóhanns eða að hann bæti ein- hverju við sig með henni. Til þess er þessi stutta saga of afmörkuð að efni og byggingu. Hún leiðir hins vegar í ljós ágæta bókmenntalega kunnáttu hans í að byggja upp sögu, sem reyndar var áður þekkt, en líka tæknilega færni í að búa til dramatískar aðstæður. Samtölin eru jafnffamt vel skrifuð en það er, því miður, ffemur sjaldgæft í íslenskum nú- tímabókmenntum. Sniglaveislan festir jafnframt Ólaf Jóhann Ólafsson í sessi sem vel meinandi raunsæishöfund sem af talsverðum metnaði vill glíma við sið- ferðileg álitamál með þeim bókmennta- legu meðulum sem hæfa og hann hefur að flestu leyti ágæt tök á. Páll Valsson 124 TMM 1995:4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.