Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Síða 127
Við öxl bensíndælunnar
ísak Harðarson: Stokkseyri. Forlagið 1994.
63 bls.
Aftan á hlífðarkápu hinnar nýju ljóða-
bókar ísaks Harðarsonar stendur skrif-
að, að þar sé að finna: „glæný ljóð og
ljóðvolgar hendingar, ferskt og brimsalt
ljóðmeti". Þar segir einnig, að ljóðin í
bókinni séu á „flæðarmáli".
Fátt er jafnklisjukennt og umsagnir
aftan á bókum nútímaljóðskálda (um
„seiðmagn“, „stílgaldur“ og „þanþol
tungumálsins“) og því vekja þessi orð
aftan á kápu bókar ísaks óvenjulega eft-
irvæntingu hjá lesanda. Því miður er
það svo, að það er sjaldnast með til-
hlökkun sem maður tekur sér í hönd
nýja ljóðabók eftir íslenska nútímahöf-
unda, allra síst höfunda af gítarkynslóð-
inni, ljóðabækur þeirra eru nefnilega
næstum aldrei á bundnu máli. Þar er
yfirleitt annaðhvort á ferð hreinn og klár
prósi, sem búið er að kubba niður í
stuttar línur, eða nær eintóm „ljóðlíki“,
mismjóar ræmur niður síðurnar sem
útlitsins vegna gætu verið ljóð, ef maður
kynni ekki að lesa. Unnendur bundins
máls finna fátt við sitt hæfi í þessum
bókum. Margir hinna nýrri höfunda
virðast telja línulengdina eina muninn á
ljóði og óljóði: stuttar línur séu ljóðlín-
ur, langar línur prósi. Til marks um þetta
er nýleg kynning Aðalsteins Ásbergs Sig-
urðssonar á skáldskap norræns nútíma-
skálds: honum þótti það markvert
stíleinkenni, að ljóðlínur skáldsins voru
allar á langveginn! Og í útvarpsviðtali
fyrir nokkrum misserum sagði Kristín
Ómarsdóttir skáldkona, að munurinn á
ljóði og prósa í hennar huga væri eink-
um „grafískur“.
Nú eru bækur nýju skáldanna ekki
ætíð vondar bókmenntir, því þau segja
eitt og annað fagurt og viturlegt eins og
kollegar þeirra fyrr á tíð. Og ekki þarf að
örvænta, þótt leirskáldin séu mörg nú
um stundir, því vondu skáldin hafa ætíð
verið miklu fleiri en góðskáldin.
Fyrir nokkrum árum var það sið-
venja sumra ritdómara að nefha ljóð
nýju skáldanna texta. Nú er sá siður að
mestu aflagður, líkt og menn séu orðnir
uppgefhir á því að amast við þessari
textasmíð í ljóðgervi. Er óskandi, að
óljóðaformið verði ekki öllu lengur nær
allsráðandi, heldur taki skáldin í ríkara
mæh aftur til við að kveða. Það hefur
komið á daginn, að flest nýrri skáldanna
ráða ekki við óbundna formið.
Nálægt mörkum hins óhugsaða
Stokkseyri er sjöunda ljóðabók ísaks
Harðarsonar. Hann hefur löngum verið
mjög óstöðugur í sér sem skáld, en í
þessari bók og hinni næstu á undan,
Síðustu hugmyndir ftska um lífá þurru,
1989, gætir meira jafnvægis í skáldskap
hans. Má nú telja hann í hópi hinna
frambærilegri skálda af síðari mönnum,
þegar honum tekst best upp.
Fremst í nýju bókinni setur Isak ffam
eftirfarandi skilgreiningu á orðinu
Stokkseyri, í orðabókarstíl:
„ 1 kauptún í Árnessýslu, á ströndinni
skammt austan Eyrarbakka. 2 staður,
stund eða ástand nálægt mörkum hins
ósýnilega, óhugsaða eða yfirvofandi,
(s.s. New York, 20. öldin, mannlegur
veruleiki), oft byggt eða skynjað af fólki
sem lifir einföldu lífi eða lostið er elding-
um.“
Það má ætla, að höfundur setji þessa
skilgreiningu fram í nokkurri alvöru,
lesendum til skilningsauka. Samt hlýtur
síðari liðurinn í henni, um hugarheim
bókarinnar, að teljast lokleysa, því hvað
á það að þýða, að „New York sé staður
TMM 1995:4
125