Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Síða 129
orðið flœðarmál er meðal þess sem hnýt-
ir bækurnar saman.
Smáljóðið Brimblús er dæmi um
þann stíl ísaks Harðarsonar að yrkja af
vissri léttúð um alvarleg málefni:
Hann er farinn
— rétt ókominn!
Dáinn úr ást
fór hann
að sækja okkur eilífð
Þarna er brimið og skvettist
og brimið skvettist
og skvettist
og löngu eftir að þú ert skráþurr og mold
þá skvettist brimið
og skvettist
og skvettist enn
Þunglyndislegur hálfkæringur fer þessu
blús-stefi ekki illa, hins vegar er miður,
hve off ísak snýr kæruleysislegri stælhlið
að lesendum í yrkisefhum sem þó virð-
ast vera honum alvörumál. Það er gam-
alkunnugt stílbragð snjallra skálda að
grípa til grárrar glettni í háalvarlegum
kvæðum, blanda saman kaldranalegu
gamni og alvöru með áhrifamiklum ár-
angri. fsaki ferst þetta miður. „EiKfðar-
málin“ hafa lengi verið eitt helsta
hugðarefhi hans, en hann setur hugsanir
sínar þar að lútandi iðulega fram á svo
galgopalegan hátt, að það ónýtir yrkis-
efnið. Sýnishorn um þetta er ljóðið Á
síðustu dögum einmanaleikans:
Krossinn á turni Stokkseyrarkirkju
er jafn mannlaus og krossamir
á öðrum kirkjum um alla jörð
Og hnegg einmanaleikans
bergmálar frá heiminum
um innstu kima hjarta míns:
„ÞAÐ HÉKK ÞAR HELDUR ALDREI
NEINN
NEMA ÉG“
Ó hvað þessi einmanaleiki er vitlaus!
Því mannleysi krossanna
ber manninum einmitt vitni
f tveimur af eftirminnilegri ljóðum bók-
arinnar, Þrjú á draumströnd og Vetrar-
nœtursigling, eru efhistökin nær því að
vera í samræmi við inntakið. Ljóðin fjalla
um þrá eftir því að vakna af draumsvefni.
Enda þótt þau séu dálítið óræð, einkum
hið síðartalda, þá verður ekki annað úr
þeim lesið en óskin sé sú að vakna til
lífsins, en ekki af „lífsins svefni“, eins og
svo snilldarlega er ort um í einu ágætasta
kvæði nítjándu aldar, minningarljóði
um Jónas Hallgrímsson, ljóði sem kveðið
er af djúpri alvöru: „því hér er allt svo
dauft: og sem í draumi. \.. . en oss skal
huggun ljá: \ vér eigum líka úr lífsins
svefni að rakna.“
Pósthólf hjartans
Ljóðagerð er sú bókmenntagrein sem er
öðrum framar „hjartans list“. Sagan sýn-
ir, að ljóð þeirra skálda sem kunna til
verka og yrkja af hjartans einlægni lifa,
hin gleymast. Án þess að hér sé verið að
efast um einlægni ísaks Harðarsonar —
í nýju bókinni eru viðkvæmari og fal-
legri hlutir en áður hjá honum, til dæmis
ljóðin Hversdagsvísa, Pósthólf hjartans
og Ljósfirð — þá eru of mörg ljóða hans
svo „nálægt mörkum hins ósýnilega,
óhugsaða og yfirvofandi", eins og höf-
undur kýs að orða það sjálfur, að þau ná
ekki fýllilega að festa rætur í huga les-
anda.
Haukur Hannesson
TMM 1995:4
127