Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Qupperneq 129

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Qupperneq 129
orðið flœðarmál er meðal þess sem hnýt- ir bækurnar saman. Smáljóðið Brimblús er dæmi um þann stíl ísaks Harðarsonar að yrkja af vissri léttúð um alvarleg málefni: Hann er farinn — rétt ókominn! Dáinn úr ást fór hann að sækja okkur eilífð Þarna er brimið og skvettist og brimið skvettist og skvettist og löngu eftir að þú ert skráþurr og mold þá skvettist brimið og skvettist og skvettist enn Þunglyndislegur hálfkæringur fer þessu blús-stefi ekki illa, hins vegar er miður, hve off ísak snýr kæruleysislegri stælhlið að lesendum í yrkisefhum sem þó virð- ast vera honum alvörumál. Það er gam- alkunnugt stílbragð snjallra skálda að grípa til grárrar glettni í háalvarlegum kvæðum, blanda saman kaldranalegu gamni og alvöru með áhrifamiklum ár- angri. fsaki ferst þetta miður. „EiKfðar- málin“ hafa lengi verið eitt helsta hugðarefhi hans, en hann setur hugsanir sínar þar að lútandi iðulega fram á svo galgopalegan hátt, að það ónýtir yrkis- efnið. Sýnishorn um þetta er ljóðið Á síðustu dögum einmanaleikans: Krossinn á turni Stokkseyrarkirkju er jafn mannlaus og krossamir á öðrum kirkjum um alla jörð Og hnegg einmanaleikans bergmálar frá heiminum um innstu kima hjarta míns: „ÞAÐ HÉKK ÞAR HELDUR ALDREI NEINN NEMA ÉG“ Ó hvað þessi einmanaleiki er vitlaus! Því mannleysi krossanna ber manninum einmitt vitni f tveimur af eftirminnilegri ljóðum bók- arinnar, Þrjú á draumströnd og Vetrar- nœtursigling, eru efhistökin nær því að vera í samræmi við inntakið. Ljóðin fjalla um þrá eftir því að vakna af draumsvefni. Enda þótt þau séu dálítið óræð, einkum hið síðartalda, þá verður ekki annað úr þeim lesið en óskin sé sú að vakna til lífsins, en ekki af „lífsins svefni“, eins og svo snilldarlega er ort um í einu ágætasta kvæði nítjándu aldar, minningarljóði um Jónas Hallgrímsson, ljóði sem kveðið er af djúpri alvöru: „því hér er allt svo dauft: og sem í draumi. \.. . en oss skal huggun ljá: \ vér eigum líka úr lífsins svefni að rakna.“ Pósthólf hjartans Ljóðagerð er sú bókmenntagrein sem er öðrum framar „hjartans list“. Sagan sýn- ir, að ljóð þeirra skálda sem kunna til verka og yrkja af hjartans einlægni lifa, hin gleymast. Án þess að hér sé verið að efast um einlægni ísaks Harðarsonar — í nýju bókinni eru viðkvæmari og fal- legri hlutir en áður hjá honum, til dæmis ljóðin Hversdagsvísa, Pósthólf hjartans og Ljósfirð — þá eru of mörg ljóða hans svo „nálægt mörkum hins ósýnilega, óhugsaða og yfirvofandi", eins og höf- undur kýs að orða það sjálfur, að þau ná ekki fýllilega að festa rætur í huga les- anda. Haukur Hannesson TMM 1995:4 127
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.