Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 63
I. Árferði og’ almenn afkoma
Tíöarfar á árinu 1954 var sam-
kvæmt bráðabirgðaskýrslu Veðurstof-
unnar sem hér segir:
Vetrarmánuðirnir, janúar—marz,
voru mildir. Á flestum veðurathugun-
arstöðvum var tiðarfar talið hagstætt
og sums staðar einmunagott. Janúar
var tiltölulega hlýastur, hiti 2—3° yfir
meðallagi. í febrúar og marz var tæp-
lega 1° hlýrra en í meðalári. Úrkoma
var minni en venja er til á Suðvestur-
landi, en víðast annars staðar í rúmu
meðallagi. Mjög snjólétt var, nema síð-
ustu daga febrúar og fram undir miðj-
an marz. Sólskinsstundir voru heldur
færri en í meðalári á Akureyri og í
Reykjavik. Stormasamt var í janúar og
febrúar. — Vormánuðirnir, apríl og
maí, voru mjög hagstæðir um allt land.
Hiti var yfirleitt 1—2° yfir meðallagi.
Úrkoma mældist viðast meiri en i
meðallagi i april, en maí var tiltölu-
lega þurrviðrasamur. Sólfar var held-
ur minna en í meðalári. — Fyrra
hluta júnímánaðar hélzt góð tið um
allt land, en upp úr miðjum mánuði
kólnaði, og var þurrklítið víðast hvar.
Júlímánuður var heldur kaldari en í
meðallagi og fremur úrkomusamur.
Aðfaranótt hins 4. gerði hret á Norð-
austurlandi, og varð jörð sums staðar
alhvit. Hinn 6. féll mikil úrkoma víða
um land, og urðu geysilegir vatnavext-
ir og Skriðuföll í Skagafirði.Fyrri hluti
ágústmánaðar var kaldur og dimm-
viðrasamur norðan lands og austan,
en um miðjan mánuð gerði þar bezta
góðviðriskafla sumarsins. Sunnan
iands og vestan var allur mánuðurinn
fremur hlýr og víða þurrviðrasamur.
Sólskinsstundir sumarmánuðina júní—
ágúst voru 89 færri en í meðalári i
Reykjavik og 83 færri á Akureyri. ■—
September var kaldur, hiti 1—2° und-
ir meðallagi. Samkvæmt hitamæling-
um frá Akureyri er þetta kaldasti
septembermánuður þar, frá þvi að
mæiingar hófust árið 1882, að sept-
ember 1918 undanskildum. Norðan
lands og austan voru úrkomur tíðar
og veðrátta yfirleitt óhagstæð. Fyrstu
snjóar féllu þar um 12. september, en
upp úr 24. varð jörð víða alhvit
nokkra hríð. Óvenjubjart var sunnan
lands og vestan, og hafa aldrei mælzt
jafnmargar sólskinsstundir í Reykja-
vík í september, frá því að mælingar
hófust 1924. Sólskin mældist þar 75
stundum lengur en venja er til. Á Ak-
ureyri naut hins vegar sólar 31 stundu
skemur en í meðalári. Haustmánuð-
irnir, október og nóvember, voru
fremur stormasamir. í október og des-
ember var heldur kaldara en í meðal-
ári, en nóvember var mildur, hiti tæp-
lega 2° yfir meðallagi. Nóvember var
úrkomusamur, en í október og des-
ember var úrkoma um meðallag.
Mikil velmegun ríkti á árinu, afla-
brögð voru ágæt, nema á síldveiðum,
ltndbúnaðarframleiðsla óx verulega,
fjárfesting og byggingarframkvæmdir
gífurlega miklar og fóru ört vaxandi.
Sala íslenzkra afurða gekk vel, og út-
flutningsverðmætið var meira en
dæmi eru til. Þó varð verzlunarjöfn-
uður óhagstæður um 284 milljónir
króna. Engu siður batnaði gjaldeyris-
aðstaðan nokkuð vegna dulinna gjald-
eyristekna, aðallega vegna fram-
kvæmda varnarliðsins á Keflavikur-
flugvelli. Bein efnahagsaðstoð erlendis
frá nú engin. Atvinnuleysi var ekkert,
en þvert á móti tilfinnanlegur skortur