Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 91
— 89
1954
lengi sumars, því að sárin voru stór
og greru seint. Hin tilfellin væg.
Dakkagerðis. 48 ára karlmaður;
fékk aureomycín og batnaði fljótlega.
Vikur. Nokkur tilfelli (ekkert
skráS), en 1 óvenjulega þungt. Maður
um fimmtugt veiktist hastarlega með
háan hita og friðleysiskvalir. Ég var
sóttur til hans, nokkru eftir að hann
lagðist, og hef aldrei séS annan eins
ristil. HöfuðiS allt vinstra megin var
ein bólguhella, alsett blöðrum. Bólgan
og blöðrurnar náðu niður háls út á
öxl og niður á viðbein og mitt herða-
blað. Auk þess var sjúklingurinn með
greinilega facialislömun — augnalok
og varir — og svo þvoglumæltur, aS
mjög erfitt var að skilja hann. Sjúk-
lingurinn lá mánaðartima í rúminu og
var síðan 6 vikur i Reykjavik undir
læknis hendi. Útbrotin stóðu ca. 3
mánuði, og lömunin var sýnileg eftir
hálft annaS ár, en rénandi.
27. Kossageit
(impetigo contagiosa).
Töflur II, III og IV, 27.
1950 1951 1952 1953 1954
Sjúkl. 89 47 47 39 4G
Dánir
Deykhúla. 2 tilfelli (ekki skráð).
Hólmavíkar. Faraldur haustmánuð-
ina á Hólmavík og Drangsnesi, ein-
göngu á börnum (ekki fært á mán-
aðarskrár).
Sauðárkróks. Gerir alltaf eitthvað
vart við sig flesta mánuði ársins.
Þórshafnar. Nokkur tilfelli (börn).
Dnða. Sást nú tiðar en oft áður.
Vestmannaeyja. Fáein tilfelli komu
í ijós við skólaskoSun um haustið.
28. Taugaveikisbróðir
(paratyphus).
Töflur II, III og IV, 28.
1950 1951 1952 1953 1954
^júkl. „ „ „ 2 42
öánir 1
1 » 1 » » »5
Sögulegur faraldur taugaveikisbróð-
Ur kom upp á Seltjarnarnesi út frá
sýktri mjólkurkú. Að vísu hefur áður
verið greint í mönnum eitt og eitt til-
felli þeirrar sóttar og var til skamms
tíma skráS með eiginlegri taugaveiki,
en víst má telja, aS aldrei fyrr hafi
veruleg brögð orðið að, nema talið
hafi verið til iðrakvefs eða blóðsóttar.
Um paratyphus í kúm á íslandi er
litið vitað, en áreiðanlega hefði ekki
dulizt, ef mjög hefði fariS saman
skitupest í kúm og samsvarandi alvar-
legur krankleiki í mönnum á hinum
sömu stöðum. Að minnsta kosti fékk
það ekki dulizt í þetta skipti, og má
mikið vera, ef það er ekki hið fyrsta
dæmi slíks hér á landi. Annars segir
greinilega af faraldrinum i umsögn-
um borgarlæknis Reykjavíkur og hér-
aðslækna hér á eftir. OráSið er, með
hverjum hætti sýking barst í fjósið,
en gizka mætti á, að þaS hafi orðið
með erlendum fóðurbæti. í Rvik eru
reglulega skráð á farsóttaskýrslur að-
eins 33 tilfelli, en samkvæmt heildar-
athugun borgarlæknis smituðust rúm-
lega hálft annað hundrað manns, en
111 veiktust greinilega, og gerir borg-
arlæknir nánari grein fyrir þessu hér
á eftir.
Dvík. Síðara hluta aprílmánaðar
(22.—24.) kom upp faraldur af tauga-
veikisbróður. Uppruni fannst fljót-
lega, reyndist smitunin stafa frá
sýktri mjólkurkú á býli einu á Sel-
tjarnarnesi. Ekki er vitað, hvernig
kýrin hafði tekið veikina. Alls var
vitað um 152, sem smituðust, einkum
á Seltjarnarnesi og í Kaplaskjóli, en
annars voru tilfellin viðs vegar um
bæinn. Sameiginlegt með öllum, sem
veiktust, var, að þeir höfðu neytt ó-
gerilsneyddrar mjólkur frá umræddu
býli, eða komiS á heimili, sem fengu
mjólk sína þaðan. Sjúkdómseinkenni
höfðu 111, aðallega hita, magaverk,
uppköst og niðurgang, ósjaldan blóð-
ugan. Aldursskipting þeirra, sem
veiktust, var sem hér segir: 0—1: 7,
2—5: 26, 6—10: 19, 11—15: 9, 16—
20: 5, 21—30: 10, 31—40: 14, 41—50:
9, 51—60: 7; 61 og eldri: 5. Frá 41
fundust sýklar við ræktun úr saur,
án þess að fólkið hefði veikzt. Við
ræktun úr saur sjúklinganna reyndist
smitunin stafa af salmonella para-
typhi B og einnig í nokkrum tilfell-
um ræktaðist salmonella typhi mu-
12