Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 185
— 183 —
1954
Jakobsson fluttust til Reykjavíkur og
seldu Einari Sigur?5ssyni i Reykjavík
allar eigur sínar. Er hann því eigandi
að verzlun, 4 íbúðarhúsum og öllum
helztu framleiðslutækjum bæði á sjó
og landi á Flateyri. M/s Sjöfn seld til
Stokkseyrar og m/s Báran gerð út frá
Keflavik. í haust hafa engir bátar róið
frá Flateyri, en b/v Gyllir hefur lagt
upp afla sinn hér og einnig margir
aðrir togarar, svo að atvinna hefur
verið mikil allt árið og stundum vant-
að tilfinnanlega vinnuafl.
Súðavíkur. Félagsstarfsemi er tals-
^erð í Súðavík, en félagsandi fremur
litill.
Hólmavíkur. Litlar sem engar fram-
farir. Þó lagast vegir með hverju ár-
inu sem liður, þótt hægt fari. Illt er
að átta sig á verkhyggni vegagerðar-
uiannanna. Vegavinna byrjar sjaldn-
ast, fyrr en komið er fram á sumar,
jafnvel þó að snemma vori, en svo er
hangið við þetta fram eftir hausti i
uiisjöfnum veðrum. Og það skal ekki
hregðast, að verstu torfærurnar eru
geymdar þangað til siðast, svo sem
ársprænur og lækir, sem geta orðið
að stórum vatnsföllum i vorleysingum.
Hvammstanga. Unnið að jarðrækt,
framræslu og byltingu lands á vegum
búnaðarsambands sýslunnar, að venju,
einnig nokkuð að nýbyggingu vega.
Plutt efni til brúar á Víðidalsá hjá
yíðidalstungu, en frekari framkvæmd-
ir stöðvuðust vegna verkfalls verk-
fræðinga.
Sauðárlcróks. Byrjað var á byggingu
sundlaugar á Sauðárkróki. Lokið bygg-
ingu slátur- og hraðfrystihúss Kaupfé-
iags Skagfirðinga, sem verið hefur í
byggingu í mörg ár. En engin fisk-
vinnsla byrjuð á þessu ári. Sigurður
Sigfússon kaupmaður lét reisa lítið
sláturhús í fyrra og er nú að bæta
við það fiskvinnsluhúsi; frystivélar
voru settar upp á síðast liðnu hausti.
Er nú helzt í ráði, að bærinn gerist
aðili að kaupum á togara, sem siðan
legði upp fisk til vinnslu á Sauðár-
króki. Mundi það geta veitt nokkra
atvinnu á þeim tíma, sem annars er
Jitla atvinnu að fá á. Nokkuð var unn-
i® við höfnina, sandvarnargarðurinn
iengdur og mokað lítið eitt upp úr
höfninni, en á næsta sumri er ráðgert
að dýpka höfnina miklu meira, enda
nauðsynlegt, ef togarar eiga örugglega
að geta athafnað sig. Ræktunarfram-
kvæmdir aðallega á vegum Búnaðar-
sambands Skagafjarðar, sem á og ræð-
ur yfir stórvirkum tækjum til þeirra.
Ólafsfj. Lokið við endurbyggingu
hraðfrystihúss Ólafsfjarðar. Er það
nú mjög afkastamikið og getur geymt
mikið magn af frosnum fiski. Hrað-
frystihús Kaupfélags Ólafsfjarðar var
aftur lagt niður. Bætt við bryggjupláss
við norðurgarð hafnarinnar og botn
hennar hreinsaður af grjóti. Ólafs-
fjarðarvegur endurbættur. Unnið með
jarðýtu í Múlavegi. Boruð ný hola eftir
heitu vatni á Garðadal. Fékkst dálitið
heitt vatn til viðbótar, en liitastig í
veitunni lækkaði um rúm 2 stig.
Dalvíkur. Háspennulína (Laxár-
virkjun) var lögð til Dalvíkur. Ráðgert
er að leggja línuna fram í Svarfaðar-
dal á næsta ári og leggja streng yfir
sundið af Árskógsströnd i náinni
framtíð. Byrjað var á viðbyggingu
barnaskólans á Dalvik, allstórri.
Nokkrar framkvæmdir við höfnina á
Dalvík. Haldið var áfram byggingu
hins myndarlega heimavistarskóla í
Svarfaðardal og hinnar stóru kirkju
á Dalvík.
Grenivikur. Mikið hefur verið rætt
um að fá hingað rafmagn frá Laxár-
virkjun, og er nú svo komið, að það
kemur hingað í sumar eða fyrra part
vetrar, ef ekkert óvænt kemur fyrir.
Byrjað verður á innlagningum i hús
nú í vor. Stórt átak var gert í vega-
málum þetta ár. Komst þjóðvegurinn
nú alla leið til Grenivíkur, en þó með
þvi að hreppurinn tæki lán til þess-
ara framkvæmda. Afleggjari frá þjóð-
veginum var lagður heim að læknis-
bústað og kirkju. Unnið var í bryggj-
unni í sumar og hún lengd. Nokkuð
var unnið með skurðgröfu i hreppum
í sumar og ræktun haldið áfram.
Þórshafnar. Lokið við ágætan veg
frá Þórshöfn út á Heiðarfjall. Fram-
ræsluskurðir grafnir með skurðgröfu
viða á Langanesströnd. Einnig lagður
sími á 13 bæi þar í sumar.
Seijðisfj. Haldið áfram við byggingu
fiskiðjuvers. Verður sennilega lokið á