Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 134
1954
— 132 —
«
gerðar ráðstafanir til þess, að hann
yr'ði fluttur á sjúkrahús i Reykjavík,
Landsspítalann, og morguninn eftir
var hann sóttur i flugvél til Borðeyr-
ar. Móðir piltsins skarst talsvert á
höfði. Hinir sluppu ómeiddir að
mestu. 12. júlí rann sex manna fólks-
bifreið aftur á bak út af veginum
austan brúarinnar á Miðfjarðará og
ofan í ána. Ástæðan var sú, að vél
bifreiðarinnar stöðvaðist efst i brekku
þeirri, sem er á afleggjaranum heim
að Laugabökkum, um 40 metra austan
við brúarsporðinn, en hemlar í ólagi
og erindið þangað að fá það lagað.
3 menn voru í bifreiðinni og sluppu
furðu lítið meiddir. Þó fór einn úr
liði á mjöðm, annar fékk heilahrist-
ing, og allir voru þeir slæptir og
hraktir eftir volkið. Þarna hefði þó
sennilega orðið alvarlegt slys, ef til
vill banaslys eins eða fleiri, ef svo
lieppilega hefði ekki viljað til, að
jeppabifreið bar að um sama leyti.
Og er stjórnandi hennar sá, hvað
verða vildi, nam hann staðar og beið
átekta, en hljóp strax á vettvang, er
bifreiðin var komin í ána, óð út i og
bjargaði mönnunum á land, en þeir
voru lítt sjálfbjarga. Mennirnir voru
síðan fluttir á sjúkraskýlið, gert þar
að meiðslum þeirra, og síðan lágu þeir
þar um tima. Fract. costarum 1, anti-
brachii 2, vulnera incisiva et con-
tusa 12.
Blöndnós. Af slysförum dó 1 mað-
ur, miðaldra, fannst drukknaður i
Blöndu skammt fyrir neðan brúna hér
á Blönduósi. Hafði sézt þar á ferð rétt
hjá kvöldið áður, drukkinn, en myrk-
ur var og nokkur hálka, og mun hann
liafa runnið niður fyrir bakkann, ef
ekki hefur verið um suicidium að
ræða. Bílslys tvivegis, annað með
þeim hætti, að úti i Höfðakaupstað
rakst maður á ljóslausu reiðhjóli með
krakka fyrir framan sig á jeppabíl,
og reyndi bílstjórinn i siðasta augna-
bliki að forða árekstrinum með því
að aka út af háum vegi niður i fjöru.
Hann skarst allmikið á andliti og
krakkinn sömuleiðis, en hjólriddarinn
fékk fract. baseos cranii, en á lágu
stigi. Gert var að sárum hér á spítal-
anum, þar sem 2 hinna slösuðu lágu
nokkurn tíma. Þá valt jeppabíll og
skarst maður talsvert á úlnlið og i
lófa, svo að sauma varð. Beinbrot
urðu 12, auk þessa kúpubrots, sem sé
fract. antibrachii 1 (green-stick-frac-
ture á krakka), claviculae 2, colli
femoris 1 á gamalli konu, costae 3,
fibulae 1, malleolaris 1, scapulae 1 og
radii 2. Liðhlaup urðu 2, lux. talo-
cruralis 1 og costae 1. Benjar 28, brun-
ar 2, liðatognanir 4, mör 21, teknir
aðskotahlutir úr auga 23 og úr hlust
4 sinnum.
Höfða. Ekkert dauðaslys. Fract. Col-
lesi 1, ulnae 1, digiti manus 1, costae
2. Nokkuð um minna háttar fingur-
mein og smáskurði. Tvisvar fengu
menn öngul í fingur, og þurfti að losa
um agnhaldið. Bifreiðarslys varð hér
1 á árinu. Jeppabifreið rakst í myrkri
á ljóslausan hjólreiðarmann, er reiddi
krakka á hjólinu, með þeim afleiðing-
um, að allir meiddust nokkuð. Valt
bíllinn nokkrar veltur ofan af háum
vegkanti og niður i sjó. Bílstjórinn og
barnið skárust allverulega í andliti.
Barnið og hjólreiðarmaðurinn misstu
meðvitund, og raknaði hjólreiðamað-
urinn ekki úr rotinu fyrr en eftir
nokkra daga. Var hann og barnið flutt
á Blönduósspítala. Strákur sprengdi
heimatilbúinn „kínverja“ framan í sig
og brenndist í andliti og augum. Greri
um heilt. Annað smávægilegt.
Sauðárkróks. Slys skráð um 210,
flest smá. Sublux. radii perannularis
2 (á börnum), lux. humeri 1, fract.
digitorum manus 1, metacarpi 1, radii
3, ulnae 1, antibrachii 1, condyli hu-
meri 2, nasi complicata 1 (var síðar
opereruð á Landsspitalanum), colli
femoris 1, condyli femoris 1, cruris
1 (sendur til Akureyrar til operation-
ar), malleoli interni + supramalleo-
laris externa 1, malleoli externi 1,
ossis cuneiformis I—II 1, metatarsi 1,
metatarsi IV et V. sin. + vulnus con-
tusum pedis dextri 1, digitorum pedis
I—II 1. 4 fengu meiðsli á hné með
meniscuslaesio, og voru 2 opereraðir
(Akureyri og Rvik). 3 menn skáru
í sundur sinar á fingrum; voru saum-
aðir og greru sæmilega. 1 bóndi fékk
allmikla ruptur á v. musculus bicipi-
tis við það, að hestur, er hann teymdi,