Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 133
— 131
1954
Þingeyrar. Combustiones 5. Fract.
costarum 12, fibulae 1, tibiae 1, man-
dibulae 1, manus 3, processus acro-
mialis 1, cruris 1, humeri 1, pedis 1,
ossis navicularis 1. Luxationes 2. Vul-
nera incisiva lacerata contunda et
Punctata diversis locis 38. Contusio-
nes d. 1. 23. Corpus alienum d. 1. 18.
Distoriones d. 1. 16.
Flateyrar. Commotio 4, distorsio 6,
vulnera incisiva 15, puncta 8, com-
bustiones 7, fract. digiti manus 4, di-
giti pedis 2, claviculae 2, costae 5,
fibulae 2, ulnae et radii 1, lux. hu-
meroscapularis 2. Allir fengu meðferð
hér heima og farnaðist vel. Kolsýr-
lingseitrun 2 tilfelli. Annar sjúkling-
urinn fór með grímu inn í brennandi
hús ísvers h/f og dvaldist grunsamlega
lengi. Þegar hugað var að honum, lá
hann meðvitundarlaus innarlega í
húsinu. Gríman hafði bilað. Eftir in-
jectio nicitamidi og lífgunaræfingar
komst sjúklingurinn til meðvitundar
á hálfri klukkustund. Voru gefnar
leiðbeiningar um þetta i síma. Maður
var að vinna við bíl, sem var i gangi
inni i bílskúr. Missti hann meðvitund,
en var að rétta við, þegar ég kom. 7
ára drengur varð undir 600 kg valt-
ara, sem fór yfir barnið frá hvirfli
til ilja. Stóð hann upp og ætlaði að
hlaupa heim, en var bannað það.
Kvartaði hann um lítils háttar verk í
kviðarholi. Þótti þvi ráðlegra að ná
í lækni. Sjúklingurinn var nokkuð
shockeraður, með örlitlu meiri vöðva-
spennu hægra megin, marinn ofan við
viðbeinið og fann þar mest til við
snertingu. Ofan við naflann hægra
megin smágúll eða ávali með bláum
Ht og deyfu, sem rann saman við lifr-
ardeyfuna. Hrufl á vinstri vanga.
Reflexar eðlilegir. Taldi ég, að um
sprungna lifur væri að ræða og colon
sennilega skaddað. Gaf injectio
Pethidini og átti tal um þetta við
sjúkrahúslækni á ísafirði, sem taldi
rétt, að ég kæmi með sjúklinginn.
Eftir 40 mínútur var hann kominn á
sjúkrahúsið. Er þangað kom, var sjúk-
lingurinn vel málhress og settist fyrir-
hafnarlaust upp, en á öðrum degi fór
honum lirakandi. Hiti, óráð, gula,
défense og paralytiskur ileus. Eftir
nokkurra mánaða medicinska meðferð
fóru horfur heldur batnandi, og er
sjúklingurinn nú rólfær.
Bolungarvíkur. Ungur maður héðan,
fyrsti vélstjóri á m/b Flosa, drukkn-
aði um veturinn, er hnútur reið á
bátinn; var hann inni i stýrishúsi á-
samt formanni og öðrum manni, þeg-
ar ólagið reið yfir, og sogaðist hann
út og sást ekki meir; náði sjórinn í
brjóst á hinum mönnunum, hurðir tók
af stýrishúsi, og aðrar minni skemmd-
ir urðu á bátnum. Vélin stöðvaðist,
en vitaskipið Hermóður dró bátinn
að landi. Það hörmulega slys varð og
hér, að tveggja ára telpa datt ofan i
safnþró að bænum Jaðri, án þess að
vitað væri um; munu um 20 mínútur
hafa liðið, frá því að telpunnar var
saknað og þar til hún fannst á floti
í þrónni. Lífgunartilraunir báru ekki
árangur, enda hefur telpan kafnað
fljótt í slíkum eiturpytti, og voru lík-
blettir þegar komnir fram, er ég kom
á vettvang. Önnur slys voru smávægi-
leg.
ísafj. Engin stórslys urðu á þessu
ári.
Súðavíkur. Epididymo-vasitis trau-
matica c. hydrocele symptomatica:
Sjómaður, sem hafði verið að stikla
á milligerðum á þiljum háts, missti
fótanna og kom niður klofvega. Am-
bustio I & II. gr. 2, fract. costarum 1,
malleolaris 1, amputatio phalangis
traumatica 1, corpus alienum corneae
1, contusiones variae 3, lux. humeri 1,
vulnera 5.
Hólmavíkur. Auk ýmissa minna
háttar meiðsla: Fract. costarum 2,
malleoli fibularis 1, malleoli tibiae 1,
humeri 1.
Hvammstanga. Seint um kvöld 24.
mai ók jeppabifreið frá Hólmavík á
leið norður út af veginum á móts við
bæinn Kolbeinsá i Bæjarhreppi. í
bifreiðinni voru, auk bifreiðarstjóra,
roskin hjón frá Hólmavík og sonur
þeirra 17 ára. Höfðu þau farið suður
til Reykjavíkur til að sækja hann, en
þar hafði hann legið lengi í sjúkra-
húsi, Landakoti, vegna osteomyelitis i
hægra sköflung, og voru nú á heim-
leið. Pilturinn hlaut nú brot á hægra
lærleggshálsi. Þegar um nóttina voru