Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 210
1954
— 208 —
af meiðslum þeim, er hann varð fyrir
og um ræðir í málinu.
Verði þvi játað, hve mikil er þá sú
örorka?
Málið var lagt fyrir réttarmáladeild
ráðsins. Tók deildin málið til með-
ferðar á fundi sínum hinn 24. apríl
1956. Deildarmenn gátu ekki komið
sér saman um sameiginlega afgreiðslu
á málinu og samþykktu að leggja það
fyrir læknaráð í heild. Tók ráðið mál-
ið til meðferðar á fundi sinum hinn
5. maí 1956, og var samþykkt að af-
greiða það með svohljóðandi
Ályktun:
Læknaráð fellst á þá niðurstöðu
prófessors Jóhanns Sæmundssonar, að
varanleg örorka stefnanda af meiðsl-
um þeim, sem hann varð fyrir og um
ræðir i málinu, sé metin 10%.
Ályktun þessi var samþykkt í ráð-
inu með 3 atkvæðum gegn 1, en 2
sátu hjá.
Ágreiningsatkvæði:
Forseti ráðsins vildi láta afgreiða
málið með svohljóðandi ályktun:
Læknaráð telur ekki upplýst, að
stefnandi hafi hlotið varanlega örorku
(þ. e. að starfsgeta hans hafi varan-
lega skerzt) af meiðslum þeim, sem
hann varð fyrir og um ræðir í málinu.
Alyktunartillaga þessi var felld í
ráðinu með 3 atkvæðum gegn 1, en 2
sátu hjá.
Málsúrslit: Með dómi bæjarþings Reykja-
vikur, kveðnum upp 4. júlí 1956, var stefnd-
ur, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, dæmdur
til að greiða stefnanda, A. B-syni, kr. 116868.65
með 6% ársvöxtum frá 23. júní 1950 til
greiðsludags og kr. 10000.00 i málskostnað.
Fébótaábyrgð var lögð óskipt á stcfndan.
Af þessari fjárhæð voru kr. 80000.00 fyrir
örorkutjón og kr. 35000.00 fyrir þjáningar og
annað ófjárhagslegt tjón.
1 forsendum dómsins segir svo m. a.: „Þeg-
ar haft er í huga, hverjar atvinnutekjur stefn-
andi hefur haft á greindu tímabili, þykir sýnt,
að liin varanlega örorka hafi ekki til þessa
a. m. k. valdið skerðingu á möguleikum hans
til vinnutekjuöflunar, sem svari til örorku-
prósentunnar. Ber að hafa þetta í huga við
ákvörðun bótanna.“
6/1956.
Dómsmálaráðuneyti hefur með bréfi,
dags. 23. maí 1956, leitað umsagnar
læknaráðs í sambandi við dómsrann-
sókn um læknisvottorð ..., sérfræð-
ings í tauga- og geðsjúkdómum, dags.
1. október 1952.
Málsatvik eru þessi:
Á árinu 1952 skildu hjónin [frú] X.
og [herra] Y., þá til heimilis að ...
hér i bæ. Við skilnaðinn deildu hjónin
um forræði barns síns, Z. f. ... júlí
1949, og lagði maðurinn þá fram svo-
hljóðandi læknisvottorð frá ..., sér-
fræðingi í tauga- og geðsjúkdómum,
dags. 1. október 1952:
„1. Undirritaður ..., læknir, hef
verið heimilislæknir Z., f. ... júlí
1949, frá fæðingu hennar til þessa
dags, og hef því fylgzt vel með barn-
inu og liðan þess allt frá fæðingu þess
að meira eða minna leyti, enda hef ég
verið heimilislæknir foreldra þess frá
ársbyrjun 1948.
2. Frá fæðingu barnsins og til
þessa dags hefur það ýmist verið á
heimili foreldra sinna á Y-götu eða
á heimili systra föður þess, Y., á G-
götu, en þar hefur það dvalið, meðan
rnóðir þess hefur verið erlendis, sem
mun vera samtals um 10 mánaða
skeið.
3. Á framangreindri ævi barnsins,
sem nú er rúmlega 3 ára gamalt, hef
ég komið í vitjun til þess ca. 1 sinni
á 1—2 mánaða fresti, eða á að gizka
í 20—30 skipti alls.
4. Að sjálfsögðu hef ég ekki komizt
lijá því að veita athygli andlegri líðan
barnsins á fyrrgreindum tima, svo
sem það yfirleitt er fært.
5. Þessi athugun mín eða athyglí
leiddi greinilega í Ijós, að barninu
leið andlega mikið betur, er það var
ekki hjá móður sinni, heldur föður-
systrum þess. Til dæmis var barniS
óeðlilega hrætt við móður sína. Eitt
skipti var ég beinlinis vitni að því, að
barnið varð yfir sig hrætt við móður
sína og leitaði i sliku ástandi verndar
hjá föður sínum.
6. Þá hefur það og greinilega kom-
ið í ljós í hvert skipti, þegar barnið