Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 200
19S4
— 198
fékk sedativa, einnig svefntöflur, þar
sem hann þjáðist af svefnleysi.
Á tímabilinu 25. 2. 1955 til 5. 4. 1955
kom ég til hans 4 sinnum, en hafði þó
simasamband við eiginkonu sjúklings-
ins inn á milli og fékk þannig einnig
upplýsingar um líðan sjúkl.
Á þessu timabili breyttist stupor
sjúkl. smám saman frá stupor í de-
pressiva stemningu með áberandi
hugsunartregðu. Hugsun sjúkl. snerist
um hið psykiska trauma. Einnig kom
í Ijós vanmáttarkennd og vanmat
sjúkl. á sjálfum sér, sjálfsásakanir,
svefnleysi, þrýstingur i höfði, lystar-
leysi, oppressionstilfinning og vant-
andi initiativ.
Þ. 5. 4. 1955 lét ég sjúkl. byrja að
koma daglega til min á lækningastofu
(þó í sértíma og með fylgdarmanni,
þar sem hann var ekki fær um að
bíða á biðstofu). Hann kom í ca. 20
skipti til mín og var allan tímann mjög
depressiv. Hugsanir hans snerust stöð-
ugt um hið psykiska trauma, og sæmi-
legan kontakt við sjúkl. var mjög erfitt
að fá.
Þ. 18. 4. 1955 ráðlagði ég sjúkl. að
breyta um umhverfi, vegna þess að
hann átti heima i sömu götu (Ásvalla-
götu) og slysið hafði átt sér stað, og
var það gjört frá 20. 4. til 9. 5. 1955.
Smám saman breyttist psykiska á-
stand sjúkl. til batnaðar, en þegar ég
sá hann siðast (þ. 8. 6. 1955), var
hann þó stöðugt mjög deprimeraður.
Niðurstaða: K. P-son var á timabili
23. 2. 1955 til 5. 4. 1955 í djúpu þung-
lyndi (depressio mentis psych. m.
gr.), og er ekki útilokað að mega á-
lykta, að framburður hans á þessu
timabili hafi verið ósakbær (irrespon-
sibel), enda var hér um geðveiki
(psychosis) að ræða.“
Málið er lagt fyrir læknaráö
á þá leið,
að beiðzt er, að ráðið tjái sig um eftir-
farandi i greinargerð . .., sérfræðings
í tauga- og geðsjúkdómum, um sálrænt
ástand ákærðs K. S. [P-sonar] að af-
stöðnu slysinu:
Getur það verið rétt, sem kemur
fram í niðurstöðu umræddrar grein-
argerðar, að ekki sé útilokað að mega
álykta, að framburður ákærðs um
slysið hafi verið „ósakbær“ (irrespon-
sibel) vegna þunglyndis, enda hafi
hér verið um geðveiki að ræða?
Ef svo er, telur læknaráð, að hægt
sé að gera nánari grein fyrir því en
gert hefur verið?
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Með skirskotun til þess, að algengt
er, að þunglyndir rnenn ásaki sig frek-
ar en afsaki og dragi ekki úr ávirð-
ingum sínum eða óhöppum, fellst
læknaráð á, að niðurstaða ..., sér-
fræðings i tauga- og geðsjúkdómum,
geti átt við rök að styðjast.
Greinargerð og ályktunartillaga rétt-
armáladeildar, dags. 20. janúar 1956,
staðfest af forseta og ritara 19. febrúar
s. á. sem álitsgerð og úrskurður lækna-
ráðs.
Málsúrslit: Með dómi sakadóms Reykja-
víkur, kveðnum upp 5. april 1956, var ákærð-
ur, K. S. P-son, sýknaður af kröfum ákæru-
valdsins. Dómurinn var staðfestur í Hæsta-
rétti 30. nóvember 1956.
2/1956.
Borgardómari í Reykjavik hefur
með bréfi, dags. 19. nóvember 1955,
samkvæmt úrskurði, kveðnum upp a
bæjarþingi Reykjavikur s. d., leitað
umsagnar læknaráðs í málinu nr.
1108/1955: A. K-dóttir gegn S. S-sen.
Málsatvik eru þessi:
Aðfaranótt sunnudagsins 15. ágúst
1954, um kl. 1.20, var bifreiðinni R
..., eign S. S-sen, ..., Reykjavik, ekið
austur Miklubraut i Reykjavík. Bif-
reiðarstjóri var sonur S., Ó. S-sen, s. st.
Skammt frá mótum Miklubrautar og
Reykjahliðar varð H. B-son, • ••>
Reykjavik, fyrir bifreiðinni með þeiu*
afleiðingum, að hann féll í götuna og
hlaut meiðsli. Slasaði mun hafa legið
kyrr á götunni, sem var þurr, mal-
borin og slétt, unz sjúkrabifreið kom
á vettvang og flutti hann í Landspit-