Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 175
— 173
1954
hjartanu hafði blætt út i gollurs-
húsið, þar sem fundust 450 sm3 af
blóði. Þessi blæðing hefur gert
út af við manninn á örskammri
stund.
5. 4. febrúar. Þ. B-dóttir, 48 ára hús-
freyja. Fannst látin um miðja nótt
í rúmi sinu. Virtist hafa tekið
utan um náttlampa, sem hékk á
veggnum og jafnframt komið með
vinstri fótlegg við barnsrúm, sem
var úr málmi og snerti miðstöðv-
arofn við vegginn. Ályktun: Við
krufningu fundust merki um raf-
magnsstraum, sem sýnilega hefur
komið inn í líkamann í gegnum
hægri löngutöng og farið út um
vinstri fót.
6. 8. febrúar. Á. B. Á-son, 3 mánaða.
Andaðist skyndilega, án þess að
áberandi lasleika hefði orðið vart.
Ályktun: Við krufningu fannst
mikil froða og slím í barka og
minni berkjum. Enn fremur bólga
í vinstri hlust og báðum nýrna-
skálum. Mikil beinkramareinkenni
á brjóstkassa. í báðum lungum
berkjubólga. Af útliti lungna,
froðu í barka, smásjárrannsókn á
lungum, ásamt líkblettum, sem
sem greinilega sýndu, að barnið
hefur legið á grúfu, virðist mega
ráða, að barnið hafi kafnað,
sennilega þannig að andlitið hafi
bælzt niður í koddann og barnið
ekki haft kraft til að snúa sér við.
7. 12. febrúar. P. J-son, 59 ára verzl-
unarmaður. Datt niður á götu í
Rvík og var þegar örendur.
Ályktun: Við krufningu fannst
mjög stækkað hjarta (620 g). Báð-
ar kransæðar voru mikið kalk-
aðar, og hin vinstri hafði lokazt
af blóðkekki rétt við upptökin.
Þetta hefur orðið manninum
skyndilega að bana. Enn fremur
fundust leifar eftir gamalt meiðsli
hægra megin á heila, sennilega
eftir fall eða högg á höfuðið.
8. 16. febrúar. K. J-dóttir, 60 ára.
Fór gangandi sem svarar 500 m
leið í Rvik. Varð að hvíla sig oft
á leiðinni og hné niður örend,
rétt áður en hún kom þangað,
sem hún var að fara í heimsókn.
Við lcrufningu fannst vinstri
kransæð svo til alveg lokuð og
mjög mikil þrengsli í hægri krans-
æð. Vöðvinn í vinstra hjartahólfi
var mjög flekkóttur og þykknað-
ur. Ályktun: Dánarorsök sýnilega
þrengsli í vinstri kransæð.
9. 1. marz. R. W. R-son, 40 ára,
heimilis- og atvinnulaus. Hafði
lengi verið tæpur á geðsmunum.
Fór eina för á togara og eyddi á
skömmum tima þeim 2 þúsund
krónum, sem hann fékk fyrir það,
gekk drukkinn milli manna í geð-
æsingi, unz hann var settur i
fangahúsið. Þar hafði hann verið
í 3 nætur, er hann hellti niður
öl!u vatni og einnig úr kopp, sem
var hjá honum. En er fangaverðir
komu að hreinsa til hjá honum,
réðst hann á þá, og urðu þar all-
skörp átök. Ekki hafði hann ver-
ið barinn, en lyppaðist von bráð-
ar niður og lá örendur á gólfinu.
Ályktun: Við krufningu fannst
vinstra afturhólf hjarta stækkað
með mjög þykknuðum vegg, án
þess að nokkur lokugalli væri.
Slík stækkun á hjarta er sérkenni-
leg fyrir hækkaðan blóðþrýsting
um langt skeið. Lítils háttar blæð-
ingar fundust á tveim stöðum á
hálsi, sýnilega eftir átökin, en
engir áverkar fundust, sem heilsu-
tjón gæti stafað af. Krufning
leiddi í ljós, að hinn látni hefur
haft hækkaðan blóðþrýsting. Hef-
ur áreynslan orðið hjarta manns-
ins ofraun, svo að það hefur
skyndilega gefizt upp.
10. 2. marz. S. H-son, 38 ára. Kom í
blóðbankann til þess að láta taka
sér blóð, og fannst þá greinilegur
vottur um syfilis í blóði hans.
Hann hafði ekki kennt neins las-
leika, en frá blóðbankanum fékk
hann ítrekaðar áminningar um að
leita læknis vegna sjúkdómsins.
Hann skeytti þeim áminningum
ekkert og taldi sig ekki þurfa
þess. 3 mánuðum eftir að syfilis
fannst í blóði hans, kom hann
við hjá kunningja sínum á leið úr
vinnu og hné þá niður örendur.
Ályktun: Við krufningu fundust