Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 79
77 —
1954
þeir geta staðið. Urðu lungnabólgutil-
fellin að þessu sinni mörg, en þó dó
enginn í mánuðinum.
Eyrcirbakka. Mikið kvefár, faraldur
vor og haust. Þrálátt, en þó að mestu
án fylgikvilla. Þó bar nokkuð á eyrna-
bólgu samfara kvefinu.
Iieflavíkur. Verður vart i öllum
mánuðum ársins, en liggur þó að teljn
má niðri um miðbik ársins; magnast
þegar kólnar.
3. Barnaveiki (diphtheria).
Töflur II, III og IV, 3.
1950 1951 1952 1953 1954
Sjúkl. „ „ „ 1
Dánir „ „ „ 1
Ekkert tilfelli skráð á árinu, enda
mun hvergi hafa gert vart við sig.
Rvík. Varð ekki vart á árinu. Bólu-
sett gegn barnaveiki voru 3539 börn.
Sifflufj. Barnaveiki hefur eklci orðið
vart i héraðinu þau rúm 20 ár, sem
ég hef dvalizt hér.
4. Blóðsótt (dysenteria).
Töflur II, III og IV, 4.
1950 1951 1952 1953 1954
Sjúkl. 4 4 16 4
Dánir
4 tilfelli skráð í 2 héruðum (Höfða
og Keflavikur), en sjúkdómsgreining
vist ekki óræk.
Keflavíkur. Meðal verkamanna, sem
borða á Keflavikurflugvelli, kom upp
blóðsótt 3—4 sinnum, og kenna menn
það matareitrun, enda þótt ekki upp-
lýstist, að um það væri að ræða.
5. Heilablástur
(encephalitis epidemica).
Töflur II, III og IV, 5.
1950 1951 1952 1953 1954
Sjúkl. 10 9 8 11 16
Dánir 1 „ „ „ 3
16 tilfelli skráð í 3 kaupstaðarhér-
uðum (Rvik, ísafjarðar og Akureyrar),
en engin sérstök grein gerð fyrir.
6. Barnsfararsótt
(febris puerperalis).
Töflur II, III og IV, 6.
1950 1951 1952 1953 1954
S.iúkl. 8 8 6 6 4
Dánir „ „ 1 „ „
Á farsóttaskrám eru aðeins 4 konur
skráðar með barnsfararsótt í 3 héruð-
um (Sauðárkróks 2, Egilsstaða vestra
1 og Keflavíkur 1). Á ársyfirliti um
barnsfarir er auk þess getið um 1
konu í Patreksfjarðarhéraði, er hafði
hitasótt í 10 daga eftir tangarfæðingu,
og aðra konu til viðbótar áður talinni
konu með barnsfararsótt i Keflavíkur-
héraði, og hafði sú kona brjóstamein.
Eflaust vantar mikið á, að allt þess
kyns sé vandlega tíundað. En alvarleg
tilfelli gerast nú fágæt og þaðan af
fágætari banvæn tilfelli. Siðan farið
var að skrá dánarmein með fullri
reglu, hafa konur dáið úr barnsfarar-
sótt sem hér segir: 1911—1915: 16;
1916—1920: 15; 1921—1925: 23; 1926
—1930: 13; 1931—1935: 12; 1936—
1940: 10; 1941—1945: 12; 1946—1950:
3; 1951—1954: 1. Einnig hér er því
mikill sigur unninn og meiri en kald-
ar tölur sýna, því að hér ræðir um
dýrmæt mannslíf. Eflaust sér hér fyrst
og fremst stað hinna nýju, mikilvirku
ígerðarvarnarlyfja, því að sömu sögu
er að segja af almennri graftarsótt og
heimakomu. Manndauði úr þeim 2
sóttum hefur á sama tíma orðið sem
hér segir: 1911—-1915: 30; 1916—
1920: 33; 1920—1925: 48; 1926—1930:
48; 1931—1935: 69; 1936—1940: 66:
1941—1945: 37; 1946—1950: 17; 1951
—1954: 7.
Rvík. Á skýrslum sjúkrahúsa og
vikuskýrslum lækna er ekki getið um
neitt tilfelli af barnsfararsótt. í heima-
liúsum fæddu 17,5% mæðra, en á fæð-
ingarstofnun og fæðingarheimilium
Ijósmæðra 82,5%. Aldursskipting
kvenna, sem ólu börn árið 1954, er
sem hér segir: 15 ára: 3, 16 ára: 5,
17 ára: 51, 18 ára: 73, 19 ára: 99, 20
—29 ára: 1206, 30—39 ára: 604, 40—
49 ára: 66, þar af 45 ára: 2, 46 ára:
3, 47 ára: 3. Mæður yngri en 20 ára