Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 128
1934
— 126 —
en þó tókst að lífga það. Móðirin var
lengi að ná sér á eftir.
Reijkhóla. Óskað eftir lækni til
deyfingar í 3 skipti. Föst fylgja í 2
skipti, sótt í annað skiptið (S. J.),
náð með Credé í hitt skiptið (E. H.).
Fyrirmálsburður í 2 skipti.
Dildudals. 1 fósturlát á árinu, sem
mér er kunnugt um. Enginn abortus
provocatus. Getnaðarverjur fremur
lítið notaðar.
Þingeyrar. Er kunnugt um 2 fóst-
urlát í Þingeyrarhreppi þetta ár; 21
árs fjölbyrja lét 5 ¥2 mánaða fóstri;
fékk ergometrín og heilsaðist vel á
eftir. 31 árs fjölbyrja lét 3 mánaða
fóstri, en var send á Ísafjarðarspítala
til hreinsunar legsins vegna eftir-
blæðinga, þar sem hún er með berkla-
skemmd í báðum lungum, og ekki
þótti rétt að svæfa hana með etri.
Flateyrar. í flestum tilfellum við-
staddur til að deyfa og sauma smá-
spangarsprungur.
ísafj. Fæðingar gengu yfirleitt vel.
Læknis oftast vitjað til deyfinga. Kona
fékk eclampsia. 2 höfðu fyrirsæta
fylgju, og var gerður á þeim keisara-
skurður. 2 börn fæddust vansköpuð,
og dóu bæði.
Súðavíkur. Tvisvar var mín vitjað
vegna sængurkvenna, í annað skiptið
vegna fastrar fylgju. Abortus incom-
pletus: Kvaddur til konu í Álftafirði
vegna ákafrar blæðingar. Leg skafið
á sjúkrahúsi ísafjarðar. Decidualeifar
í skafinu.
Árnes. Fæðingar gengu sæmilega.
Mæðrunum heilsaðist yfirleitt vel. 2
börn dóu skömmu eftir fæðingu. Ann-
að talið ófullburða og hálfdautt, en
hitt hálfdautt og vanskapað.
Hólmavíkur. Viðstaddur fæðingar
ýmist til að deyfa eða herða sótt. 1
kona með mikla albuminuri og hyper-
tension. Lá síðasta mánuðinn heima.
Fæðing gekk mjög fljótt. Barnið, hyd-
rocephalus, dó eftir 4 mánuði. Kona
fékk krampa í fæðingu, var send á
fæðingardeild Landsspítalans og dó
þar. Var úr sveit og hafði aldrei kom-
ið til skoðunar. Önnur kona, vanfær
að 5. barni, var send á fæðingardeild
Landsspítalans vegna placenta prae-
via. Var þar gerð sectio Caesarea.
Heilsaðist vel. Frumbyrja fæddi lif-
andi barn ca. 8 vikum fyrir tímann.
Barnið dó eftir nokkra klukkutíma.
Notkun anticoncipientia eykst, og fólk
leitar talsvert læknisráða í þeim efn-
um. Mest notað smyrsl og töflur, en
einnig condom og pessar.
Hvammstanga. Ung kona, gift,
tveggja barna móðir: 21. janúar að
kvöldi talaði maður konu þessarar við
mig í síma og tjáði mér, að hún hefði
verið lasin um daginn, frá hádegi,
liaft „innantökur“, eins og hann orð-
aði það. Ekki bað hann mig að koma,
en óskaði ráða og leiðbeininga. Ann-
ars gat hann litlar upplýsingar gefið,
svo að mér þótti vissara að fara, því
að konur eru viðsjálar, og varð ég því
feginn, þvi að í Ijós kom, að konan
hafði sprungna utanlegsþykkt hægra
megin og var þegar mjög blóðrunnin.
Ég tók hana strax í bíl mínum á
sjúkraskýlið, kallaði á Blönduóslækni
mér til aðstoðar, og síðan skárum við
sjúklinginn um nóttina. Kona mín
annaðist svæfinguna að venju, aether
á opna grímu. Konan var langt leidd.
Ekki höfðum við blóð til að gefa
henni, en gáfum macrodex, meðan á
aðgerð stóð. Öllu reiddi vel af. Næsta
dag sendi ég eftir blóði, þvi að færð
og veður leyfði, en konan slöpp. Gaf
síðan 2 lítra, sinn daginn hvorn. Eftir
það heilsaðist henni vel, og var hún
tiltölulega fljót að ná sér. Kona ól tvi-
bura. Kom nokkuð hart niður. Fékk
mjög verulega eftirblæðingu. 1 tangar-
fæðing í skýlinu, há töng. En öllu
reiddi vel af. Ljósmæður geta ekki
um fósturlát, en þrisvar var min leit-
að af þeim sökum, og einu sinni var
gerð útsköfun á legi á skýlinu vegna
blæðingar eftir ófullkomið fósturlát.
Blönduós. Mola hydatidosa fékk
kona ein, og gerði ég á henni útsköf-
un. Þetta er annað tilfellið hér í minni
tíð og hvorugt banvænt. Barnsfarir
með ýmsu móti afbrigðilegar, og fóru
flestar af þvi tagi fram á spítalanum,
en þar fæddu á árinu alls 30 konur
af 40. Þar af fór fram 1 tangarfæðing
vegna framhöfuðstöðu úti i Höfða-
kaupstað eftir ósk kandídatsins, sem
þjónaði þar. Vending var gerð hjá
einni frumbyrju vegna sótttregðu.