Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Qupperneq 78
1954
— 76 —
2. Kvefsótt
(catarrhus respiratorius acutus).
Töflur II, III og IV, 2.
1950 1951 1952 1953 1954
Sjúkl. 22689 22248 30357 22828 27438
Dánir 1 3 7 3 3
Kvefár með mesta móti og sennilega
meira en skráning bendir til, þvi að
mjög hefur ruglazt saman viS inflú-
enzu, sem skar sig viSast illa úr, og
er meira en vafasamt, aS eiginleg in-
flúenza hafi gengiS á árinu.
Hafnarfi. Mátti heita jafntíð allt
árið.
Akranes. Gekk alla mánuði ársins,
eins og undanfarin ár, en mest bar á
henni 3 fyrstu mánuðina.
Kleppjárnsreykja. Mest áberandi
fyrstu 3 mánuði ársins, aðallega í
marz. Annars nokkur tilfelli flesta
mánuði ársins.
Búðardals. Mest bar á henni sumar-
mánuðina, og má vera, að sum tilfellin
hafi verið inflúenza.
Reykhóla. Viðloðandi allt árið, mest
þó um sumarmánuðina, reyndar sam-
fara inflúenzufaraldri og erfitt um
aðgreiningu hér í dreifibýlinu.
ísafi. Alláberandi og lang'vinn.
Hvammstanga. Fremur lítið um
kvef, nema helzt í janúar og febrúar.
Blönduós. Óvenjulega mikil, allt frá
ársbyrjun til hausts, framan af ári
einkum í börnum, en siðar mest í
gamalmennum. Henni fylgir mikill og
þrálátur hósti, ekki sizt í kuldaþyrk-
ingunum um vorið.
Höfða. Algeng.
Sauðárkróks. Gerir vart við sig að
venju allt árið, og er einkum faraldur
að henni 2 fyrstu mánuði ársins í
framhaldi af faraldri fyrra árs. Einnig'
bar mikið á henni vormánuðina, en
var ekki mjög þung. í faraldri þeim,
er gekk í ársbyrjun, bar talsvert á
tracheitis í börnum, og fengu sum
andþrengsli. Noklcuð bar á otitis i
börnum með kvefsótt, einkum smá-
börnum.
Hofsós. Vart alla mánuði ársins.
Siðustu 2 mánuðina gekk hér slæmur
kveffaraldur með allháum hita, oft
39°. Fannst mér hann í mörgum til-
fellum likastur inflúenzu. Tracheitis
og laryngitis kom oft fyrir; greinileg-
ur stridor í 2 börnum. Allmikið var
um fylgikvilla með þessu, svo sem
pneumonia, þrálát bronchitis og otitis
media.
Siglufi. Gerði meira og minna vart
við sig alla mánuði ársins, en var yfir-
leitt væg, nema frá mai—júlí, en þá
bar töluvert á kveflungnabólgu.
Ólafsfi. Kom fyrir aðallega síðara
hluta ársins, og varð af nokkur far-
aldur i nóvember og desember.
Grenivíkur. Allt árið nokkuð um
kvefsótt, sérstaklega þó i marz og
april. Var þrálát í sumum.
Húsavíkur. Mikið um kvef allt árið.
Talsvert um otitis i börnum. Líktist
stundum infiúenzu, sem aldrei er þó
skráð á þessu ári.
Kópaskers. Þungur og útbreiddur
faraldur hófst um miðjan júní og stóð
fram i ágúst. í fyrstu veiktust einkum
börn, en er á leið, lagðist faraldurinn
æ meira á fullorðna og var þyngri á
þeim en börnunum. Mun þar nokkru
hafa valdið, að þetta var á anna-
tíma og fullorðnir þvi farið verr með
sig. Áttu margir alllengi i veikindum
þessum. Þessi faraldur var miklu
svæsnari og útbreiddari í sveitunum
en á Raufarhöfn.
Þórshafnar. Alltið á árinu. Farald-
ur í ágúst og september.
Vopnafi. Gerði lítils háttar vart við
sig mánuðina janúar—april.
Bakkagerðis. Algeng.
Nes. Afaralgeng mestan hluta árs.
Viðtækur faraldur i janúar, en tilfeil-
um fór mjög fækkandi fram undir
apríllok. Gaus þá upp heiftarleg kvef-
plága, mjög útbreidd, með óvenjutíð-
um fylgikvillum, einkum otitis media.
Mátti siðan heita samfelldur stórfar-
aldur allt sumarið til septemberloka.
Búða. Viðloðandi alla mánuði árs-
ins.
Djúpavogs. Útbreidd i ársbyrjun og
síðan í september.
Vestmannaeyja. Með mesta móti.
Mikið var um fylgikvilla, lungnabólgu,
enda hér um að ræða einn aðalsjó-
sóknarmánuðinn, og þá láta sjómenn
tæplega kvef hefta ferðir sínar, meðan