Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 157
— 155 —
1934
Pálmholt í 3% mánuS, 1. júní til 15.
september. Á heimilinu voru um 50
börn á aldrinum 2% til 5 ára frá kl.
9—6 e. h. alla virka daga nema á laug-
ardögum til kl. 3 e. h. Börnunum var
séð fyrir 3 heitum máltíðum á degi
bverjum, handklæðum og hreinlætis-
yörum og akstri til og frá dagheimil-
mu (vegna staðhátta verður ekki hjá
tví komizt). A dagheimilinu störfuðu
1 forstöðukona, 2 fóstrur og hin þriðja
| 2 mánuði; 2 eldhússtúlkur. Félagið
innheimti hjá foreldrum kr. 275,00 á
niánuði fyrir hvert barn, en nokkur
börn voru tekin endurgjaldslaust. Á
árinu fékk félagið til rekstrar Pálm-
holts kr. 6000,00 styrk úr ríkissjóði og
kr. 15000,00 styrk frá Akureyrarbæ.
Það fé, sem þurft hefur til rekstrar
Pálmholts, auk dvalargjaldanna og
bessara styrkja, hefur Kvenfélagið
Hlíf lagt fram, enda gengst félagið
ijrir fjáröflun árlega i þágu dagheim-
ilisins.
G. Fávitahæli.
I ársbyrjun voru á Kleppjárnsreykja-
bæli 21 fáviti, 1 karl og 20 konur; 5
komu á hælið á árinu, allt konur, en
2 fóru og 2 dóu, allt konur. Vistmenn
i árslok voru því 22, 1 karl og 21
kona. Dvalardagar alls: 7632.
Á Kópavogshæli, sem enn tekur að-
eins við karlmönnum, voru vistmenn
í ársbyrjun 32. Á árinu bættust við 4,
en 2 fóru; enginn dó. Vistmenn í árs-
lok þvi 34. Dvalardagar alls: 12286.
Rvik. Nú starfa hér í nágrenni
iíeykjavíkur 2 fávitahæli, í Kópavogi
°g að Skálatúni, en betur má, ef duga
skal.
H. EUiheimili og þurfamannahæli.
Rvik. Á Elliheimilinu Grund dvöld-
Ust i árslok 302 vistmenn, 73 karlar
(62 Reykvíkingar) og 229 konur (194
Reykvíkingar). í þurfamannahæli
bsejarins að Arnarholti dvöldust á
úrinu 54: 28 konur, 26 karlar. Fávitar
15, geðveikir 26, drykkjumenn 7,
vegna elli 5 og flogaveiki 1.
Isafj. Elliheimilið var málað að inn-
an og er ekki óvistlegt. En húsið er
gamalt timburhús, illa skipulagt til
slíkra nota og of lítið. Þvi eru nú á
prjónunum ráðagerðir um byggingu
nýs elliheimilis á staðnum.
Hvammstanga. Kvennasamband sýsl-
unnar hefur mikinn áhuga á byggingu
elliheimilis og hefur unnið talsvert að
framgangi þess máls undanfarin ár.
Á þessu ári var ákveðið að leita sam-
vinnu við sýslu og riki um að reisa
viðbótarbyggingu við sjúkraskýlið
meðal annars í þessu skyni. Komst
þetta það áleiðis, að gengið var frá
teikningu af fyrirhugaðri viðbót, á-
samt lagfæringum og breytingum á
því, sem fyrir er.
Akureyrar. Ekki rekur bærinn neitt
elliheimili, en i Skjaldarvík er elli-
heimili, sem byggt var af Stefáni Jóns-
syni klæðskerameistara og rekið af
honum. Heimilið mun geta tekið 72
vistmenn, og öll herbergi eru fullsetin.
Herbergi eru flest tveggja manna her-
bergi. Erfiðlega hefur gengið að fá
starfsfólk og alls ekki reynzt kleift
að fá lærða hjúkrunarkonu til heim-
ilisins. Heimilið er ekki hentugt fyrir
Akureyri, því að það er of langt frá
bænum og engar fastar bílferðir þang-
að. Þá er oft að vetrinum ekki unnt
að komast i bíl að elliheimilinu, ef
mikið snjóar.
Seyöisfi. Bærinn rekur enn sérstakt
elliheimili með um 10 vistmönnum.
Reksturinn er dýr, eins og að líkum
lætur á þessum tímum. Ætlunin er að
sameina elliheimilið sjúkrahúsinu, er
því vex fiskur um hrygg.
I. Vinnuheimili Sambands íslenzkra
berklasjúklinga að Reykjalundi.
Yfirlælcnir stofnunarinnar gerir svo-
látandi grein fyrir rekstri hennar á
árinu 1954:
Trésmiðja vinnuheimilisins er nú
flutt i nýbyggðan, vandaðan vinnu-
skála. Vistmenn vinna nú ekki lengur
1 hermannaskálunum. Þeir, sem ekki
vinna i nýju vinnuskálunum tveim,
vinna í aðalbyggingunni. Á árinu urðu
2 stórbrunar hér. I ársbyrjun brunnu
2 stórir hermannaskálar. Þar brann
þvottahús okkar, er aðeins hafði starf-
að í rúmlega 1 ár, og einnig allmikið