Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 101
— 99 —
1954
æxlið burtu. Það sýndi sig að vera út
gengið frá hægra nýra, var nokkuð
samvaxið við netju og fastvaxið við
lifrarröndina, sem ég réðst í að re-
secera með þvi að klemma hana með
magaresectionstöng og sauma spon-
gostan yfir sárið. Þetta gekk vonum
framar, og hefur konan ekki kennt
sér meins af þessu siðan, en vefja-
rannsókn sýndi, að um adenocarci-
noma renis var að ræða. Undir flokk
illkynjaðra æxla mun eiga að telja
leucaemia, en af þeim sjúkdómi komu
fyrir, aldrei þessu vant, 2 tilfelli. Báð-
ir sjúklingarnir voru rosknir bændur,
og var annar með sjúkdóminn mjög
bráðdrepandi, því að hann var aðeins
5 daga á spítalanum, fékk blóðgjöf,
1250 ml alls, en án árangurs. Hinn
var með hægfara sjúkdóm og var
haldið við með blóðgjöfum í 3 miss-
eri, lifði fram á næsta ár.
Höfða. Á 1 manni var gerð gas-
trectomia vegna ca. ventriculi (ekki á
mánaðarskrá). Krabbinn hefur tekið
sjúklinginn mjög geyst, þvi að hann
hafði aldrei áður kennt sér neins
meins i maga, horaðist nú niður og
lagðist í rúmið á fáum dögum. Viku
áður en ég sendi hann suður til opera-
tionar, mældist hæmoglobin 95% og
sökk 5 mm.
Sauðárkróks. Maður og kona, bæði
hátt á áttræðisaldri, með ca. ventri-
culi, dóu á árinu. 63 ára kona ineð
Úiikinn ascites út frá ca. ovarii, dó á
arinu. 50 ára kona með ca. mammae
var opereruð og siðan geisluð. Af
oldri sjúklingum dó enginn ixr cancer
á árinu.
Hofsós. 70 ára karlmaður veiktist
snögglega með svæsnum meltingar-
truflunum og var orðinn moribun-
dus, áður en unnt væri að koma hon-
Um á sjúkrahús til aðgerðar. 46 ára
kona leitaði læknis skömmu fyrir ára-
iiiót 1953—1954 með meltingartruflun-
um sem bentu á retentio í maga. Hafði
hátt sökk, occult blóð í faeces og pal-
Papel tumor í epigastrium. Var skorin
Upp á Siglufjarðarspitala upp úr ára-
uiótum og reyndist með ca. ventriculi
inoperabilis. Var gerð gastrojejuno-
stomia, og hefur sjúklingurinn siðan
verið lieima við sæmilega heilsu.
Ólafsfj. Gömul kona var hjá augn-
lækni í Reykjavík, og var þar greint
ulcus rodens palpebrae inferioris
sinistrae. 34 ára gamall maður var
með tumor testis. Grunaði mig fyrst,
að um berkla væri að ræða, þar sem
hann var einn af fáum lifandi af
berklafjölskyldu. Var meinið numið
burtu á Siglufirði og sent Rannsóknar-
stofunni í Reykjavík til athugunar, og
reyndist það vera seminoma.
Akureyrar. Úr krabbameini hafa
dáið á árinu samtals 20 manns, inn-
anhéraðsfólk 4 karlar og 12 konur og
utanhéraðsfólk 3 karlar og 1 kona.
Grenivíkur. 1 vafasamt tilfelli, göm-
ul kona, ca. recti.
Breiðumýrar. Á árinu dóu 2 aldr-
aðir menn úr ca. prostatae. Annar
hafði verið skorinn 2 árum áður, en
fékk nú recidiv. Hinn var ekki vitað
um, fyrr en nokkrum dögum áður en
hann dó.
Húsavíkur. 4 sjúklingar dóu úr
krabbameini á árinu, einn þeirra ut-
anhéraðsmaður, sem kom einungis til
að liggja á spitala siðustu vikurnar.
2 sjúklingar, 86 og 83 ára, skráðir í
fyrsta sinn á árinu, og dóu báðir.
Enda þótt krabbamein sé algeng dán-
arorsök, hefur þó ekki fundizt krabba-
mein í öðrum á árinu en háöldruðu
fólki, og má það heita bót í máli.
Kópaskers. 2 sjúklingar virðast hafa
fengið góðan bata af lækningu (ca.
faciei og ca. nasopharyngis). 26 ára
kona með ca. uteri fékk radiummeð-
ferð á Landsspítalanum. 75 ára kona
með ca. auriculae og útsæði i háls-
eitlum var skorin á Akureyri og fékk
röntgenmeðferð á Landsspitalanum,
en horfur eru þó slæmar. 37 ára bóndi
dó úr ca. ventriculi á sjúkrahúsi á
Akureyri. Er það sami maður og getið
er í skýrslu 1953 með ulcus ventri-
culi perforans.
Þórshafnar. 4 sjúklingar með ca.
ventriculi. 1 var sendur á Landsspit-
alann, en reyndist ekki skurðtækur og
dó þar. 2 voru skornir, annar á Lands-
spitalanum, hinn á Akureyri. Á gamla-
ársdag veiktist 75 ára maður, kastaði
upp gömlum matarleifum. Sjúklingur-
inn var kachektiskur og með blóð i
faeces. Aðspurður hafði hann alloft