Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 168
1954
166 —
skólahús er til, og er skólinn á slik-
um hrakhólum með húsnæði, að oftast
er ekki kennt nema einu sinni á sama
stað og því alltaf verið að skipta um
húsnæði. Er starf skólanefndarfor-
manns ekki öfundsvert, er hann verð-
ur að ganga fyrir hvers manns dyr
til að betla um húsnæði handa skól-
anum. Og þó nú að stofan fáist, sem
stundum er örvænt um, er hún oftast
svo litil, að vart er kennsluhæft i
henni. Upphitun oftast af skornum
skammti og leiga rándýr. Slíkt fyrir-
komulag í skólamálum, sem hér hefur
verið rætt um, getur eigi staðið til
lengdar, enda hafa hvað eftir annað
komið fram raddir um, að tveir eða
fleiri hreppar sameinuðust um bygg-
ingu heimavistarskóla. Telja margir
með fræðslumálastjóra, að skóli sá
ætti að risa að Sælingsdalslaug, þar
sem heitt vatn er. Er þó sá staður að
flestu öðru leyti óheppilegur. Auðvit-
að hníga öll rök að því, að hrepp-
arnir sameinist um heimavistarskóla,
hvort sem úr verður eða ekki.
Flateyjar. Sett vatnssalerni og hand-
laug i barnaskólann. Annars allt við
sama.
ísafj. Skólaeftirliti var háttað eins
og undanfarin ár. Gagnger endurbót
fór fram á barnaskólahúsinu hér á
ísafirði, og er það nú sem nýtt að
innan, bjart og vistlegt og vel við
hæfi staðarins enn um sinn. Nýtt
skólahús var tekið í notkun í Hnífs-
dal á árinu, þótt ekki væri það form-
lega gert fyrr en á þessu ári. Er þetta
hið myndarlegasta hús og mun vafa-
laust fullnægja þörfum Hnífsdælinga
um langa tima.
Hólmavíkur. Byrjað var á byggingu
lieimavistarskóla að Klúku í Bjarnar-
firði og var lokið við kjallarann fyrir
haustið. Braggi sá, sem hefur verið
notaður til skólahalds, er orðinn alls
óviðunandi.
Hvammstanga. Alþýðuskólinn að
Reykjum í Hrútafirði starfaði ekki.
Hafði skólanum hnignað og nemend-
um fækkað jafnt og þétt síðan 1950,
og nú er svo komið, að ekki þótti
fært að halda skólastarfinu áfram.
Skólastjóri fluttist alfarinn til Reykja-
víkur með fjölskyldu sína, en hús
skólans standa auð. Samkvæmt tillögu
fræðslumálastjóra mun í ráði að verja
allríflegri fjárhæð á næsta ári til end-
urbóta og lagfæringar á húsum og
hitalögn. Síðan hefur hann lagt til, að
þar verði framvegis barnaskóli, heima-
vistarskóli, fyrir sýsluna alla.
Ólafsfj. Leikfimissalur var hljóð-
einangraður. Hitaveitan hefur alltaf
reynzt ónóg fyrir salinn, og var komið
upp olíukyndingu fyrir hann til þess
að grípa til, þegar kuldar eru miklir.
Grenivíkur. Skólabörnum fór vel
fram. Gefið var lýsi, eins og undan-
farna vetur. Vel hefur reynzt miðstöð
sú, er sett var í skólahúsið.
Djúpavogs. Nýtt barnaskólahús var
tekið i notkun á þessu hausti. Mér
sýnist það ágætt i alla staði. Kennslu-
stofur 2, rúmgóðar og bjartar. Leik-
fimi er kennd í skólaganginum, sem
er breiður, lagður sléttu trégólfi og
búinn ýmsum leikfimistækjum. Sal-
erni og baðklefar aðskilin fyrir drengi
og stúlkur. 2 herbergi eru ekki full-
gerð, og mun í ráði að nota þau til
kennslu í smíði og handavinnu.
Vestmannaeyja. Haldið áfram inn-
réttingu gagnfræðaskólahússins; var 2
nýjum stofum bætt við á þessu ári og
byrjað á innréttingu leikfimishúss.
Heilbrigði skólabarnanna með allra
bezta móti. Tannlækningar voru lítið
stundaðar á árinu. Ljósböð voru all-
mikið stunduð, og fengu alls 131 barn,
30 drengir og 101 stúlka, notið þeirra
á árinu. Lýsisgjafir við barnaskólann
hafa verið i formi lýsisávísunar, sem
börnin áttu að taka lýsi út á og nota
heima hjá sér. Við athugun kom i
Ijós, að æ færri börn taka lýsið út,
og á síðustu 2 árum virðist lýsisnot-
kunin hafa minnkað um helming, eða
þar um bil. Það er augljóst, að ef
tryggja á lýsisgjafir í skólanum, verð-
ur að gefa lýsið þar, og virðist því
sjálfsagt að nota lýsispillur eða belgi
til þess.
12. Barnauppeldi.
ísajj. Yfirleitt með sæmilegum hætti.
Að vísu ber nokkuð á útivist barna á
síðkvöldum með tilheyrandi ærslum,
og meira mun um kvikmyndaferðir