Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 189
Að því er nú unnið að koma á í
skólum landsins eins samræmdu heil-
brigðiseftirliti og unnt er. Lög um
heilsuvernd í skólum, hin fyrstu hér
á landi, gengu í gildi 8. júní s. 1., og
reglugerð samkvæmt lögum þessum
er væntanleg. Skólalæknum til leið-
beiningar birtast hér myndir af eyðu-
hlöðum, sem nota á við framkvæmd
eftirlitsins, ásamt skýringum og regl-
um um tilhögun skólaskoðunar í aðal-
atriðum.
Tekið skal skýrt fram, að það er
ekki ásetningur að gera skólaeftirlitið
flóknara eða umfangsmeira en brýn
nauðsyn krefur, og verður leitazt við
að hlífa önnum köfnum héraðslækn-
um við ónauðsynlegri skriffinnsku.
Hins vegar verður að leggja á það
aherzlu, að vandað sé til skoðunar á
hörnunum, með því að annars er eftir-
Htið gagnslaust.
Sömuleiðis skiptir meginmáli, að
skólalæknar vandi eins og kostur er
H1 eftirlits með gæzlunemendum, en
hað eru nemendur, sem eitthvað hefur
fundizt að við skoðun. Verður gerð
nánari grein fyrir þessu, þegar reglu-
gerð hefur verið gefin út.
Eyðublað 1. — Heilsufarsseðill.
Ætlazt er til, að foreldrar (forráða-
Uiaður) fylli út þetta eyðublað, þegar
harn byrjar skólagöngu. Þarf því að
senda foreldrum eyðublaðið á haustin
•Ueð hæfilegum fyrirvara og mæla svo
tyrir, að það sé sent hlutaðeigandi
skóla í lokuðu umslagi (áritað heiti
skólans og auk þess: Til skólalæknis),
aður en skoðun á börnunum hefst.
Seðillinn skal síðan varðveittur í
apjaldskrá innan i skoðunarseðli hvers
uarns, nema læknir kjósi heldur að
geyma hann í sérstakri spjaldskrá.
Heilsufarsseðiir skal fylgja skoðunar-
seðli, þegar nemandi skiptir um skóla
(sjá síðar).
Heilsufarsseðil skal nota í öllum
barnaskólum kaupstaða. Þó er heilsu-
verndarstöðvum ekki skylt að nota
hann, ef fylgzt hefur verið með heilsu-
fari barna á svæði þeirra frá fæð-
ingu og fram til skólaaldurs og stöðv-
arnar hafa í höndum upplýsingar um
það, sem á seðlinum stendur. Utan
kaupstaða er skólalæknum (héraðs-
læknum) ekki skylt að nota heilsu-
farsseðilinn, en afla þurfa þeir sér á
einhvern hátt sambærilegra upplýs-
inga um heilsufar nýnema. Vitaskuld
er þó æskilegt, að seðillinn sé notað-
ur alls staðar á landinu, með því að
fjöldi nemenda stundar framhalds-
nám fjarri heimahögum, og verður þá
ekki til þess ætlazt, að skólalæknar
þeirra skóla hafi nein tök á að afla
sér upplýsinga um heilsufar nemenda
fram að skólaskyldualdri.
Þar sem skólahjúkrunarkonur eru
starfandi, annast þær sendingu og
viðtöku seðlanna og leiðbeina um út-
fyllingu þeirra, ef þéss er óskað. Þár
sem ekki eru starfandi skólahjúkrun-
árkonur, má benda skólalæknum á að
semja við hlutaðeigandi skólastjóra
um að senda seðlana og veita þeim
viðtöku.
Heilsufarsseðillinn er prentaður
smækkaður í næstu opnu og þarf
engra sérstakra skýringa.
Eyðublað 2. — Skoðunarseðill.
Eyðublað þetta skal nota í öllum
skólum landsins, nema skólayfirlækn-
ir hafi fallizt á, að nota megi aðra
gerð. Hverjum nemanda skal ætla einn