Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 76
1954
— 74 —
Seyðisfi. íbúum fækkaði í Iæknis-
héraðinu. Kom sú fækkun eingöngu
niður á kaupstaðnum.
Nes. Héraðsbúum fækkaði um 31 á
árinu, enda þótt fæðingar væru 23
fleiri en dauðsföll.
Djúpavogs. Héraðsbúum hefur fækk-
að á árinu.
Hafnar. Fólki fjölgað lítið eitt,
aukningin á Höfn og meira til.
Vestmannaeyja. Fjölgað um tæpl
100 manns á árinu.
Eyrarbakka. íbúum héraðsins fækk-
aði.
Selfoss. Fólki fjölgaði verulega í
héraðinu.
Keflavíkur. Segja má um fólksfjölg-
un i Keflavíkurhéraði, að hún sé
nærri með ævintýralegum blæ, enda
er það talsvert umfram venjulega
fólksfjölgun. Er þar skemmst af að
segja, að hin mikla og ævintýralega
atvinna, sem blómgast á Keflavikur-
flugvelli, dregur til sín fólk úr nær
öllum hreppum á landinu.
III. Sóttarfar og sjúkdómar.
Aðvífandi farsóttir létu með meira
móti að sér kveða á árinu og ekki
fyrir það, að nokkur þeirra væri til-
takanlega skæð, heldur var óvenju-
legur fjöldi þeirra á ferð. Mislingar,
hettusótt, rauðir hundar og kikhósti
fóru víða yfir og sýktu allmarga. Tals-
vert var og skráð af inflúenzu, en ó-
reglulegur var sá faraldur, enda gekk
landsfaraldur hennar árið fyrir. Auk
þess var árið kvefár með mesta móti,
og lungnabólgu gætti langt umfram
meðallag. Loks kom upp ískyggilegur
faraldur taugaveikisbróður í Reykja-
vik, sem þó varð blessunarlega litið
úr. Þrátt fyrir þetta sóttarfar var
heilsufar hagstætt að þvi leyti, að al-
mennur manndauði varð minni en
dæmi eru til áður, eða 6,9%« (lægsti
skráður manndauði áður 7,3%c, 1952).
Rvik. Allmikið um farsóttir í hér-
aðinu, einkum síðara hluta ársins.
Hafnarfi. Heilsufar fremur gott allt
árið, þó að mislingar og kikhósti
gengju á árinu.
Kleppjárnsreykja. Heilsufar í góðu
meðallagi.
Búðardals. Heilsufar i lakara lagi.
Reykhóla. Heilsufar í lakara lagi,
einkum um sumarmánuðina.
Flateyjar. Heilsufar héraðsbúa á-
gætt.
Þingeyrar. Ovenju kvillasamt i hér-
aði.
ísafi. Heilsufar yfirleitt gott í hér-
aðinu á árinu.
Súðavíkur. Heilsufar í héraðinu
yfirleitt gott.
Árnes. Sóttarfar sagt með meira
móti.
Hvammstanga. Heilsufar allgott
fyrra hluta árs, en lakara, er á leið.
Sauðárkróks. Sóttarfar í meðallagi,
þó með köflum allsjúkfellt, einkum
síðara hluta ársins.
Hofsós. Samkvæmt frásögn fyrrver-
andi héraðslæknis var hér fremur
kvillasamt mestan hluta ársins.
Siglufi. Óvenjukvillasamt á árinu,
þótt eigi hlytist af því manndauði
venju fremur.
Ólafsfi. Heilsufar ekki nema í með-
allagi.
Dalvíkur. Heilsufar mátti heita gott.
Grenivíkur. Heilsufar i ineðallagi,
engir aðvífandi umferðasjúkdómar.
Breiðumýrar. Heilsufar fremur gott.
Kópaskers. Fyrra hluta ársins va
heilsufar gott, en síðari hlutinn frá
þvi í júni var óvenjukvillasamur.
Þórshafnar. Heilsufar i lakara lagi,
aðallega síðara hluta árs.
Bakkagerðis. Yfirleitt kvillasamt á
árinu.
Nes. Kvillasamt sem fyrr.
Búða. Heilsufar var með lakara
móti.
Hafnar. Heilsufar með lélegra móti.
Víkur. Þótt ekki hafi geisað neinn