Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 165
163
1954
Vestmannaeyja. Heimaframleiðsla á
mjólk fer heldur minnkandi. Sérstak-
lega fækkar smáframleiðendum. ÞaS
V0eri að vísu þróun í rétta átt, ef
stærri búum fjölgaði, en því er enn
ekki að heilsa. Aftur á móti fæst nú
orðið nóg og góð mjólk, aðflutt frá
Selfossi og Þorlákshöfn daglega, þeg-
ar veður leyfir, og hefur það haft i
för nieð sér stórfellda breytingu á
rojólkurmálum okkar hér, því að sam-
fara styttri leið á markað tók Mjólk-
ursamsalan að sér dreifingu mjólkur-
innar hér og setti upp nýja mjólkur-
öúð. 1 mjólkurbúð er þó ekki full-
nægjandi, heldur þarf að bæta við
búðum í austur- og vesturbæinn, ef
vel á að vera.
7. Áfengisnautn. Kaffi og tóbak.
Rvik. Á árinu 1954 var selt áfengi
1 Reykjavík fyrir ca. 70 milljónir
króna, eða að jafnaði 5,9 milljónir á
niánuði á móti ca. 5,3 milljónum á
niánuði 1953. Lögreglan tók 3633
nienn úr umferð, flesta fyrir ölvun,
a árinu. Þó að þessar tölur nái yfir
fleiri en þá, sem búa í Reykjavík, sér-
staklega áfengissalan, gefa þær nokkra
visbendingu um, hve mikil áfengis-
nautn er hér í Reykjavík. Áfengis-
varnarstöð Reykjavíkur starfaði á
sama hátt og síðast liðið ár.
Ólcifsvíkur. Neyzla áfengis, kaffis og
tóbaks, svipuð og áður.
Reykhóla. Áfengisneyzla mun ekki
nieiri meðal héraðsbúa en víðast hvar
annars staðar i sveitum. Aðalvandræð-
m eru í sambandi við sumargistihús,
sem rekið er að Bjarkarlundi i Reyk-
hólahreppi. Það er eign Breiðfirðinga-
félagsins, en leigt til rekstrar. Þar eru
haldnir dansleikir um helgar. Kemur
bá fólk víðs vegar að úr sveitum og
öæjum. Er þá oft svo mikið um
drykkjuskap, að úr hófi keyrir, sér-
staklega var svo um verzlunarmanna-
nelgina. Er þetta áhyggjuefni foreldra
^ér i nágrenni. Flýtir þetta vonandi
fj'rir byggingu félagsheimilis á Reyk-
nólum. Kaffineyzla er almenn. Tóbaks-
neyzla aðallega reykingar og fer i
vöxt.
Flateyjar. Áfengisneyzla á árinu
stórum minni en áður.
ísafj. Héraðsbannið, sem sett var á
sölu áfengis hér, virðist ekki hafa
komið að þeim notum, sem menn von-
uðu, en drykkjuskapur mun þó vera
minni en áður var. Áfengissjúkling-
unum hefur þó ekki batnað, en dýr-
tíðin stóraukizt, því að áfengi er víst
dýrt á svörtum markaði. Kaffi er mik-
ið drukkið hér, en reykingar hafa
heldur minnkað; að minnsta kosti
finnst mér, að minna beri á reyking-
um ungra stúlkna.
Hólmavíkur. Áfengis- og tóbaks-
nautn sjálfsagt svipuð og verið hefur.
Ólafsfj. Lítil breyting á. Alláberandi
samt, að nokkrir unglingsstrákar
neyttu áfengis með meira móti á
skemmtisamkomum.
Akureyrar. Áfengisneyzla töluverð,
einkum í sambandi við skemmtisam-
komur. Nú er i gildi héraðsbann,
þannig að ekki er opin áfengisútsala
hér í bænum. Auðvelt er þó að ná í
áfengi frá Siglufirði og Reykjavik, svo
að héraðsbann þetta kemur ekki að
verulegu gagni.
Grenivíkur. Áfengisnautn lítil. Alltaf
drukkið talsvert af kaffi og tóbaks-
nautn svipuð og áður.
Vopnafj. Yirðist fara vaxandi, án
þess þó að valda alvarlegum spjöllum
á samkomum. Vindlingareykingar eru
mjög áberandi meðal unga fólksins og
oft með lítilli hófsemi. Sælgætisát og
gosdrykkjaþamb er mikið. Mundi
Bjarna á Leiti hafa þótt það lélegur
átmatur saman borið við bringu af
þriggja vetra gelding.
Seyðisfj. Drykkjuskapur er frekar
lítill. Þó ber nokkuð á ölvun, þegar
mikið er af aðkomusjómönnum í bæn-
um. Tóbaks- og kaffinotkun sennilega
svipuð og annars staðar. Vindlingur-
inn virðist enn halda sínum sessi, en
þó virðist skrafið um lungnakrabba
vera að vekja marga. Tilfinnanlegur
skortur er á geymsluplássi fyrir ölóða
menn.
Djúpavogs. Hef lítið orðið var við
drykkjuskap og veit ekki um neinn
áfengissjúkling i héraðinu.
Vestmannaeyja. Hér hefur staðið
yfir héraðsbann í nærri 2 ár, og ætti